Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Mynd: seth@golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2021 | 09:20

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst á lokahring Costa Brava Challenge – Fylgist með HÉR:

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR er við keppni á Costa Brava Challenge.

Mikið er í húfi fyrir hann, því nái hann öðru af tveimur efstu sætum í mótinu kemst hann í lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröðina, þar sem keppt er um 20 laus sæti á Evrópumótaröðinni.

Sem stendur (kl. 10:20), eftir 8 spilaðar holur  er Guðmundur Ágúst T-6.

Margir stórkylfingar eru um hituna m.a. ítalski kylfingurinn Matteo Manassero, sem er T-2 í sama móti, sem stendur.

Fylgjast má með gengi Guðmundar Ágúst og Manassero á Costa Brava Challenge með því að SMELLA HÉR: