Áskorendamótaröð Evrópu: Haraldur Franklín varð T-10 á Empordà Challenge
Haraldur Franklín Magnús, GR, tók þátt í móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, Empordà Challenge. Mótið fór fram dagana 14.-17. október sl. í Empordà Golf, í Girona, á Spáni. Haraldur náði þeim glæsilega árangri að verða T-10 í mótinu. Hann lék á samtals 13 undir pari, 271 höggi (68 71 64 68). Sérlega flottur var 3. hringur Haraldar, sem hann lék á 7 undir pari, 64 höggum, en á hringnum fékk hann 9 fugla og 2 skolla. Jafnframt var hann með örn á 2. og 4. keppnisdag. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR tók einnig þátt í mótinu, en komst að þessu sinni ekki gegnum niðurskurð. Sjá má lokastöðuna á Empordà Challenge með Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þórir Jakob Olgeirsson – 20. október 2021
Það er Þórir Jakob Olgeirsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórir Jakob fæddist 20. október 1991 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebooksíðu Þóris Jakobs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Þórir Jakob 30 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tsuneyuki „Tommy“ Nakajima, 20. október 1954 (67 ára); Kristján Þór Kristjánsson, GK, 20. október 1967 (54 ára); David Lynn, 20. október 1973 (48 ára); Veronica Zorzi, 20. október 1980 (41 árs); Þórir Jakob Olgeirsson, 20. október 1991 (30 ára); Danielle Kang, 20. október 1992 (29 ára) og …… og …….. Golf Lesa meira
Skúli Gunnar, Perla Sól og Aron Emil sigruðu á Tulip Golf Challenge í Hollandi – Glæsileg!
Það voru 24 íslensk ungmenni, 17 piltar og 7 stúlkur, sem þátt tóku á Tulip Golf Challenge, sem er hluti af Global Golf Junior mótaröðinni. Mótið fór fram 14.-17. október 2021 og var mótsstaður var Drentsche Golf & Country Club í Hollandi. Keppendur voru 62 þar af 11 í piltaflokki 21 árs og yngri og 34 í drengjaflokki 18 ára og yngri; 1 í stúlknaflokki 21 árs og yngri (sigurvegari og eini keppandinn þar var hin danska Rie Lapholm) og 16 í stúlknaflokki 18 ára og yngri. Þrír íslensku keppendanna, Skúli Gunnar Ágústsson, GA, Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR og Aron Emil Gunnarsson, GOS stóðu uppi sem sigurvegarar í sínum flokkum. Aron Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Sara Margrét Hinriksdóttir, Kristvin Bjarnason og Hjörtur Sigurðsson – 19. október 2020
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Hjörtur Sigurðsson, Kristvin Bjarnason og Sara Margrét Hinriksdóttir. Hjörtur Sigurðsson er fæddir 19. október 19 og á því 65 ára afmæli í dag. Hjörtur er í Golfklúbbi Akureyrar (GA). Komast má á facebook síðu Hjartar til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Hjörtur Sigurðsson – Innilega til hamingju með 65 ára afmælið!!! Kristvin Bjarnason er fæddur 19. október 1971 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Kristvin er íþróttastjóri Golfklúbbs Borgarness (GB). Komast má á facebook síðu Kristvins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Kristvin Bjarnason – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Sara Lesa meira
PGA: Rory sigraði á CJ Cup
Það var Rory McIlroy, 32 ára,sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á PGA Tour, CJ Cup. Mótið fór fram dagana 14.-17. október 2021 í Las Vegas, Nevada. Rory lék á samtals 25 undir pari, 263 höggum (68 67 62 66). Þetta var 29 alþjóðlegi sigur Rory og sá 20. á PGA Tour. Í 2. sæti varð Collin Morikawa á samtals 24 undir pari og Keith Mitchell og Rickie Fowler deildu 3. sæti á samtals 22 undir pari, hvor. Sjá má lokastöðuna á CJ Cup með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ársæll Steinmóðsson – 18. október 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Ársæll Steimóðsson. Hann er fæddur 18. október 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ársæll Steinmóðsson (60 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ársæll Steinmóðsson, 18. október 1961 (59 ára); Aðalsteinn Aðalsteinsson, 18. október 1964 (57 ára); Hanna Fanney Proppé, 18. október 1965 (56 ára); Nick O´Hern, 18. október 1971 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Stephen Douglas Allan, 18. október 1973 (48 ára); Riko Higashio (東尾 理子 Higashio Riko), 18. nóvember 1975 (46 ára); Rafa Echenique, 18. október 1980 (41 Lesa meira
Evróputúrinn: Fitz sigraði á Estrella Damm
Það var enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick (oft kallaður Fitz), sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, Estrella Damm N.A. Andalucia Masters. Mótsstaður var Valderrama í Andaluciu, á Spáni. Með sigrinum varð Fitz 4. yngsti kylfingur í sögu Evróputúrsins til að sigra 7 sinnum á mótaröðinni. Fitz lék á samtals 6 undir pari, 278 höggum (71 68 70 69). Fitz er fæddur 1. september 1994 og því 27 ára. Hann er sonur Russell og Susan Fitzpatrick og á yngri bróður, Alex, sem spilar golf með Wake Forest háskólanum, sama háskóla og Ólafía „okkar“ Þórunn var í. Fitz býr í Sheffield í Englandi og Jupiter í Flórída. Hann lék á sínum tíma með í liði Northwestern Lesa meira
LET: Lið Jessicu Korda vann liðakeppnina og Charley Hull einstaklingskeppnina í Aramco Team Series
Þann 14.-16. október sl. fór fram Aramco Team Series mótið á Evrópumótaröð kvenna (LET), í samvinnu við LPGA. Mótsstaður var Glen Oaks Club í New York. Þarna er á ferðinni nýjung þar sem keppt er í liðum; og í hverju liði eru 3 atvinnumenn og 1 áhugamaður. Jafnframt fer fram einstaklingskeppni. Í liðakeppninni sigraði lið Jessicu Korda, en í einstaklingskeppninni sigraði Charley Hull á samtals 12 undir pari. Lið Hull varð jafnframt í 3. sæti í liðakeppninni. Hull hafði betur gegn Nelly Korda á lokahringnum, með glæsilegu skori upp á 65 högg. Sjá má lokastöðuna í einstaklingskeppninni með því að SMELLA HÉR: Koma varð til bráðabana milli liðs Jessicu Korda Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ernie Els – 17. október 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Ernie Els. Ernie fæddist í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 17. október 1969 og á því 52 ára afmæli í dag. Hann vann e.t.v. stærsta sigur sinn á golfvellinum 2012 þegar hann vann Opna breska í annað sinn, en það hefir hann gert á 10 ára fresti 2002 og 2012 Sjá má kynningu Golf á afmæliskylfingnum með því að smella á eftirfarandi: Els 1 – Els 2 – Els 3 – Els 4 – Els 5 – Els 6 – Els 7 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sigfús Ægir Árnason, 17. október 1954 (67 ára); Blaine McCallister, 17. október 1958 (63 ára); Stefán S. Arnbjörnsson, 17. Lesa meira
Golfgrín á laugardegi (42/2021)
Þegar Golf 1 var að leita að einhverjum fyndnum golf djók sem ekki hefir birtst hér á síðunni, urðu á veginum Corona vírusar brandarar; nokkuð sem talið var að ekki væri hægt að djóka með. Þetta eru ekki beint golf djókar en þetta gætu verið kylfingar í aðalhlutverki í einhverjum þeirra 🙂 The Top Ten Coronavirus One Liner Jokes 10. I know a great joke about Corona Virus, you probably won’t get it though. 9. A man walks into a bar and goes up to the bartender and says „I’ll have a Corona please, hold the virus“ 8. If I get quarantined for two weeks with my wife and I Lesa meira










