Eimskipsmótaröðin (4): Mikil spenna á lokahring Íslandsmótsins
Haraldur Franklín Magnús, Íslandsmeistari úr GR, leiðir í karlaflokki fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í höggleik. Haraldur Franklín lék í dag á 69 höggum en hann hefur leikið alla þrjár hringina undir pari vallarins. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG var á mikilli siglingu í gær og lék á 66 höggum, Birgir Leifur saxaði verulega á forskot Haraldar sem nú er aðeins tvö högg. Jafnir í þriðja til sjötta sæti eru þeir Rúnar Arnórsson, GK, Arnar Snær Hákonarsson, GR, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Ólafur Björn Loftsson, NK. Það var ekki síður mikil spenna í kvennaflokki en þar læddi Íslandsmeistarinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL sér upp að hlið Guðrúnar Brá Björgvinsdóttur, GK. Valdís Lesa meira
Ísland lauk keppni í 19. sæti á European Young Masters
Ísland átti 4 keppendur á European Young Masters en mótið stóð dagana 25.-28. júlí 2013 í Hamburger Golf Club í Þýskalandi. Fyrir Íslands hönd kepptu þau Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, Birta Dís Jónsdóttir, GHD, Gísli Sveinbergsson, GK og Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG. European Young Masters er fyrst og fremst einstaklingskeppni þar sem leiknar voru 54 holur í höggleik. Samhliða einstaklingskeppninni fór einnig fram liðakeppni það sem þrjú bestu skorin af fjórum töldu frá hverju landi. Í einstaklingskeppninni í drengjaflokki varð Gísli Sveinbergsson GK í 21. sæti, lék á samtals 8 yfir pari, 221 höggi (75 74 72) bætti sig með hverjum deginum. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG, lauk keppni í 39. sæti á 20 yfir pari, 233 höggum Lesa meira
Fannar Ingi lauk keppni í 5. sæti á US Kids!!!
Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, lauk keppni í 5. sæti á US Kids Golf Teen World Championship, sem er stórglæsilegur árangur í ljósi þess að keppendur voru 130 víðs vegar að úr Bandaríkjunum og heiminum öllum (m.a. frá Englandi, Kanada, Kína, Costa Rica, Spáni, Mexíkó Litháen, Perú, Nýja-Sjálandi, Ítalíu, Dóminíkanska lýðveldinu, Panama, Suður-Afríku, Suður-Kóreu, Singapúr, Svíþjóð, Guatelmala og Ekvador ). Fannar Ingi deildi 5. sætinu með Damon Crane frá Kanada og Ryan Chadwick frá Englandi. Í 4 efstu sætunum voru keppendur frá Bandaríkjunum og í 1. sæti Kyle Cornelius, frá Alabama, sem lék á samtals 3 undir pari. Fannar Ingi var því aðeins 4 höggum frá 1. sætinu! Leikið var á einum Lesa meira
LET: 3 í forystu fyrir lokahring ISPS Handa Ladies European Masters
Í dag fer fram lokahringur ISPS Handa Ladies European Masters, en mótið er haldið í Buckinghamshire í Englandi. Í mótinu eru leiknar 54 holur, dagana 26.-28. júlí 2013. Fyrir lokahringinn eru 3 í forystu þ.e. Caroline Masson frá Þýskalandi, hin tékkneska Clara Spilkova og Ashleigh Simon frá Suður-Afríku. Ástralska stúlkan Bree Arthur er síðan aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum í 4. sæti. Í fimmta sætinu enn öðru höggi á eftir eru Marion Ricordeau frá Frakklandi og hin enska Charley Hull, báðar á samtals 10 undir pari eftir 2. hringi. Fjórar deila síðan 7. sætinu þ.á.m. Christina Kim og gaman að sjá hana aftur meðal efstu í móti! Meðal þekktra Lesa meira
PGA: Snedeker efstur fyrir lokahring RBC
Það er Brandt Snedeker sem tekið hefir forystuna á RBC Canadian Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Mótið fer fram á Glen Abbey golfvellinum í Ontario, Kanada. Hunter Mahan sem hafði forystuna þegar mótið var hálfnað dró sig úr mótinu til þess að geta verið hjá konu sinni Candy og viðstaddur fæðingu fyrsta barns þeirra. Snedeker er búinn að leika á samtals 14 undir pari, 203 höggum (70 69 63) og það er einkum glæsihringur hans í gær upp á 63 högg, sem kom honum í 1. sætið fyrir lokahringinn. Á hringnum góða fékk Snedeker 9 fugla og 9 pör. En forystan er naum því aðeins 1 höggi Lesa meira
Evróputúrinn: Hoey efstur í Rússlandi
Það er Norður-Írinn Michael Hoey frá Ballymoney, sem er efstur fyrir lokahring M2M Russian Open sem leikinn verður á Tsleevo golfvellinum í Rússlandi í dag. Sjá má umfjöllun Golf 1 um Tsleevo golfvöllinn með því að SMELLA HÉR: Michael Hoey hefir nokkuð góða forystu þ.e. 5 högg á næstu keppendur Svíann Rikard Karlberg og Englendinginn Matthew Nixon, er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum (70 67 65). Það lítur því vel út fyrir Hoey og líkur miklar á að honum muni takast að krækja í 5. Evrópumótaraðar titil sinn, sérstaklega eftir glæsihring hans í gær upp á 65 högg. Um þann hring hafði Hoey eftirfarandi að Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (4): Skemmtileg kylfu-cover á Íslandsmótinu í höggleik 2013
Það voru ýmis skemmtileg kylfu-cover sem urðu á vegi Golf1 á Íslandsmótinu í höggleik í dag. Eitt þeirra er í eigu Karenar Guðnadóttur, GS, en hún segist hafa átt cover-ið frá því hún var 14-15 ára. Coverið er risastórt og loðið og líkist litlum hundi. Karen sagðist ekki oft vera með það í pokanum, sem skýrir sig sjálft því það verður væntanlega heldur óskemmtilegt og tætt í rigningu og hætta á að það skemmist. Annað skemmtilegt cover var á dræver Þórðar Rafns Gissurarsonar, GR, en sjá má langar leiðir að hann er aðdáandi „rauðu djöflanna“ þ.e. knattspyrnuliðs Manchester United.
Eimskipsmótaröðin (4): Haraldur Franklín í forystu eftir 3. hring
Það er Íslandsmeistarinn í höggleik 2012, Haraldur Franklín Magnús, sem leiðir eftir 3. hring 4. móts Eimskipsmótaraðarinnar í ár þ.e. Íslandsmótsins í höggleik 2013. Haraldur Franklín er því búinn að vera í forystu í mótinu alla mótsdagana. Haraldur er samtals búinn að spila samtals á 9 undir pari, 204 höggum (68 67 69) og á 2 högg á Birgi Leif Hafþórsson, GKG, sem er á samtals á 7 undir pari, 206 höggum (71 69 66). Birgir Leifur var á lægsta skori dagsins ásamt Guðmundi Ágústi Kristjánssyni, GR 5 undir pari, 66 höggum og voru þeir því aðeins 1 höggi frá því að jafna nýtt vallarmet sem Ólafur Björn Loftsson setti Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (4): Valdís Þóra jöfn Guðrúnu Brá í efsta sæti fyrir lokahringinn
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik 2012, jafnaði í dag við Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir, GK á 3. og næstsíðasta hring Íslandsmótsins. Valdís Þóra var á besta skori dagsins í kvennaflokki ásamt Sunnu Víðisdóttur, GR, en báðar léku þær Korpuna á 1 undir pari. Valdís Þóra og Guðrún Brá hafa báðar spilað á samtals á 5 yfir pari, 221 höggi; Valdís Þóra (77 73 71) og Guðrún Brá (71 75 75). Fyrir lokaholuna í dag var Guðrún Brá jafnvel 1 höggi á eftir Valdísi Þóru, en hún fékk glæsilegan fugl á 18. holu og tókst að jafna. Í 3. sæti er Sunna Víðisdóttir, GR, á samtals 7 yfir pari, 223 Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (4): Myndasería
Í dag léku og leika reyndar enn þau 75 í karlaflokki og 18 í kvennaflokki Íslandsmótsins í höggleik, sem komust í gegnum niðurskurð í gær, á 3. hring Íslandsmótsins í höggleik. Golf1 var á Íslandsmótinu í dag og tók myndir af keppendum, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Það var glampandi sólskin og einn heitasti dagur ársins, 22° C og leikið við bestu aðstæður í Korpunni, en Íslandsmót verða varla glæsilegri en það sem nú fer fram þar. Þegar búið er að spila 13 holur í lokaráshópnum leiðir Haraldur Franklín Magnús, GR á samtals 10 undir pari og á 3 högg á þann sem er í 2. sæti Birgi Lesa meira










