Haraldur Franklín Magnús. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2013 | 18:30

Eimskipsmótaröðin (4): Haraldur Franklín í forystu eftir 3. hring

Það er Íslandsmeistarinn í höggleik 2012, Haraldur Franklín Magnús, sem leiðir eftir 3. hring 4. móts Eimskipsmótaraðarinnar í ár þ.e. Íslandsmótsins í höggleik 2013.

Haraldur Franklín er því búinn að vera í forystu í mótinu alla mótsdagana.

Haraldur er samtals búinn að spila samtals á 9 undir pari, 204 höggum (68 67 69) og á 2 högg á Birgi Leif Hafþórsson, GKG, sem er á samtals á 7 undir pari, 206 höggum (71 69 66).

Birgir Leifur var á lægsta skori dagsins ásamt Guðmundi Ágústi Kristjánssyni, GR 5 undir pari, 66 höggum  og voru þeir því aðeins 1 höggi frá því að jafna nýtt vallarmet sem Ólafur Björn Loftsson setti á Korpunni í gær upp á 65 högg!

Kristján Þór Einarsson, GKJ, var einn þeirra keppenda sem átti frábæran dag, en hann var á 4 undir pari, 67 höggum, lægsta skorinu á eftir þeim Birgi Leif og Guðmundi Ágúst!

Þriðja sætinu deila þeir Rúnar Arnórsson, GK; Arnar Snær Hákonarson, GR; Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Ólafur Björn Loftsson, NK, en þeir eru allir búnir að spila á samtals sléttu pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna í karlaflokki fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í höggleik SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá myndir frá 3. mótsdegi Íslandsmótsins í höggleik SMELLIÐ HÉR: