Þátttaendur í European Young Masters dagana 25.-28. júlí 2013. F.v.: Birta Dís Jónsdóttir, GHD; Gísli Sveinbergsson, GK; Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2013 | 09:25

Ísland lauk keppni í 19. sæti á European Young Masters

Ísland átti 4 keppendur á European Young Masters en mótið stóð dagana 25.-28. júlí 2013 í Hamburger Golf Club í Þýskalandi.

Fyrir Íslands hönd kepptu þau Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, Birta Dís Jónsdóttir, GHD, Gísli Sveinbergsson, GK og Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG.

European Young Masters er fyrst og fremst einstaklingskeppni þar sem leiknar voru 54 holur í höggleik.

Samhliða einstaklingskeppninni fór einnig fram liðakeppni það sem þrjú bestu skorin af fjórum töldu frá hverju landi.

Í einstaklingskeppninni í drengjaflokki varð Gísli Sveinbergsson GK í 21. sæti, lék á samtals 8 yfir pari, 221 höggi  (75 74 72) bætti sig með hverjum deginum.   Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG, lauk keppni í 39. sæti á 20 yfir pari, 233  höggum (75 77 81).   Alls voru 52 keppendur í drengjaflokki.

Í efsta sæti í drengjaflokki varð Bradley Moore frá Englandi á samtals 9 undir pari, 204 höggum (67 66 71) og í 2. sæti urðu John Axelsen frá Danmörku og Pedro Almeida frá Portugal á samtals 7 undir pari, 206 höggum, hvor;  Axelsen (70 67 68) og Almeida (66 71 69).

Sjá má úrslitin í einstaklingskeppni í drengjaflokki á European Young Masters með því að SMELLA HÉR: 

Í einstaklingskeppninni í telpnaflokki varð Ragnhildur Kristinsdóttir, GR í 34. sæti á samtals 19 yfir pari,  233 höggum (76 74 82) en hún átti erfiðan lokahring og fór því aðeins niður skortöfluna eftir að hafa verið í 23. sætinu deginum áður.  Birta Dís Jónsdóttir, GHD, hins vegar var að finna sig á lokahringnum og átti sinn fyrsta hring undir 80 í mótinu, 77 högg og var  samtals á 34 yfir pari 247 höggum (84 86 77) og bætti sig því um 9 högg milli hringja lék á 6 yfir pari og var á næstbesta skori íslensku keppendanna lokadaginn.

Í telpnaflokki varð Covadonga Sanjuan frá Spáni í 1. sæti á samtals 7 undir pari, 206 höggum (67 69 70) og átti hún 5 högg á þá sem varð í 2. sæti  Söndru Nordaas frá Noregi.

Sjá má úrslitin í einstaklingskeppni í telpnaflokki á European Young Masters með því að SMELLA HÉR: 

Í liðakeppninni hafnaði íslenska liðið í 19. sæti af 24 liðum.

Lokastaðan í liðakeppninni  á European Young Masters SMELLIÐ HÉR: