
PGA: Snedeker efstur fyrir lokahring RBC
Það er Brandt Snedeker sem tekið hefir forystuna á RBC Canadian Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Mótið fer fram á Glen Abbey golfvellinum í Ontario, Kanada.
Hunter Mahan sem hafði forystuna þegar mótið var hálfnað dró sig úr mótinu til þess að geta verið hjá konu sinni Candy og viðstaddur fæðingu fyrsta barns þeirra.
Snedeker er búinn að leika á samtals 14 undir pari, 203 höggum (70 69 63) og það er einkum glæsihringur hans í gær upp á 63 högg, sem kom honum í 1. sætið fyrir lokahringinn.
Á hringnum góða fékk Snedeker 9 fugla og 9 pör.
En forystan er naum því aðeins 1 höggi á eftir er Svínn David Lingmerth, sem búinn er að gera góða hluti á PGA Tour það sem af er keppnistímabils. Spurning hvort Lingmerth takist loks að landa fyrsta sigri sínum á PGA Tour? Lingmerth er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 204 höggum (67 71 65).
Þriðja sætinu deila síðan Jason Bohn og Matt Kuchar, báðir á samtals 12 undir pari, hvor.
Til þess að sjá stöðuna á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 3. dags á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 3. dags á RBC Canadian Open sem var glæsihögg Ernie Els SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023