
Eimskipsmótaröðin (4): Mikil spenna á lokahring Íslandsmótsins
Haraldur Franklín Magnús, Íslandsmeistari úr GR, leiðir í karlaflokki fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í höggleik. Haraldur Franklín lék í dag á 69 höggum en hann hefur leikið alla þrjár hringina undir pari vallarins. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG var á mikilli siglingu í gær og lék á 66 höggum, Birgir Leifur saxaði verulega á forskot Haraldar sem nú er aðeins tvö högg. Jafnir í þriðja til sjötta sæti eru þeir Rúnar Arnórsson, GK, Arnar Snær Hákonarsson, GR, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Ólafur Björn Loftsson, NK.
Það var ekki síður mikil spenna í kvennaflokki en þar læddi Íslandsmeistarinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL sér upp að hlið Guðrúnar Brá Björgvinsdóttur, GK. Valdís Þóra lék í gær á 71 höggi eða einu undir pari. Guðrún Brá lék á 75 höggun og tapaði þar með niður fimm högga forystu sem hún hafði þegar Íslandsmótið var hálfnað. Sunna Víðisdóttir, GR lék vel í gær á sínum heimavelli, á 71 höggi eða á einu höggi undir pari.
Það er klárlega þess virði að skella sér á Korpúlfsstaðavöll í dag til að fylgjast með okkar bestu kylfingum, en Íslandsmeistarar verða krýndir í kvöld. AÐGANGUR ER FRÍR. Í lokaráshópi kvenna leika þær Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Sunna Víðisdóttir, GR. Hjá körlunum eru það sem fyrr Haraldur Franklín Magnús, GR og Birgir Leifur Harþórsson, GKG ásamt Rúnari Arnórssyni, GK.
Það er fjölmargar leiðir til að fylgjast með lokadeginum því bein útsending hefst á RUV frá kl. 13:30, þeir sem eru með snjallsíma geta hlustað á hljóðrás útsendingarinnar með því að slá inn slóðina hér test.cache.is/golf. Skor keppenda er svo uppfærð beint inn á golf.is, http://www.golf.is/pages/
Staðan í kvennaflokki.
1. sæti Valdís Þóra Jónsdóttir GL 77/73/71 = 221 +5
2.sæti Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 71/75/75 = 221 +5
3.sæti Sunna Víðisdóttir GR 82/70/71 = 223 +7
4.sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 73/79/73 = 225 +9
5.sæti Anna Sólveig Snorradóttir GK 77/76/74 = 227 +11
Staðan í karlaflokki.
1.sæti Haraldur Franklín Magnús GR 68/67/69 = 204 -9
2.sæti Birgir Leifur Hafþórsson GKG 71/69/66 = 206 -7
3.-6.sæti Rúnar Arnórsson GK 70/72/71 = 213 par
3.-6.sæti Arnar Snær Hákonarson GR 73/68/72 = 213 par
3.-6.sæti Arnór Ingi Finnbjörnsson GR 72/70/71 = 213 par
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024