Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2013 | 17:17

Eimskipsmótaröðin (4): Valdís Þóra jöfn Guðrúnu Brá í efsta sæti fyrir lokahringinn

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik 2012, jafnaði í dag við Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir, GK á 3. og næstsíðasta hring Íslandsmótsins.

Valdís Þóra var á besta skori dagsins í kvennaflokki ásamt Sunnu Víðisdóttur, GR, en báðar léku þær Korpuna á 1 undir pari.

Valdís Þóra og Guðrún Brá hafa báðar spilað á samtals  á 5 yfir pari, 221 höggi; Valdís Þóra  (77 73 71) og Guðrún Brá (71 75 75).

Fyrir lokaholuna í dag var Guðrún Brá jafnvel 1 höggi á eftir Valdísi Þóru, en hún fékk glæsilegan fugl á 18. holu og tókst að jafna.

Í 3. sæti er Sunna Víðisdóttir, GR, á samtals 7 yfir pari, 223 höggum (82 70 71).  Í 4. sæti er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR á samtals 9 yfir pari og í 5. sæti er Anna Sólveig Snorradóttir, GK, á samtals 11 yfir pari.

Til þess að sjá stöðuna í kvennaflokki fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í höggleik SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá myndir frá 3. mótsdegi Íslandsmótsins í höggleik SMELLIÐ HÉR: