Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2013 | 16:45

Eimskipsmótaröðin (4): Myndasería

Í dag léku og leika reyndar enn þau 75 í karlaflokki og 18 í kvennaflokki Íslandsmótsins í höggleik, sem komust í gegnum niðurskurð í gær, á  3. hring Íslandsmótsins í höggleik.

Golf1 var á Íslandsmótinu í dag og tók myndir af keppendum, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:

Það var glampandi sólskin og einn heitasti dagur ársins, 22° C og leikið við bestu aðstæður í Korpunni, en Íslandsmót verða varla glæsilegri en það sem nú fer fram þar.

Þegar búið er að spila 13 holur í lokaráshópnum leiðir Haraldur Franklín Magnús, GR á samtals 10 undir pari og á 3 högg á þann sem er í 2. sæti Birgi Leif Hafþórsson, GKG.

Í  kvennaflokki er Valdís Þóra Jónsdóttir, GL komin í forystu,  er á samtals 5 yfir pari og á 1 högg á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir, GK sem leiddi þegar mótið var hálfnað.

Til þess að fylgjast með stöðunni á 3. degi, 4. móts Eimskipsmótaraðarinnar þ.e. Íslandsmótinu í höggleik  SMELLIÐ HÉR: