Caroline Masson
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2013 | 07:45

LET: 3 í forystu fyrir lokahring ISPS Handa Ladies European Masters

Í dag fer fram lokahringur ISPS Handa Ladies European Masters, en mótið er haldið í Buckinghamshire í Englandi.

Í mótinu eru leiknar 54 holur, dagana 26.-28. júlí 2013.

Fyrir lokahringinn eru 3 í forystu þ.e. Caroline Masson frá Þýskalandi, hin tékkneska Clara Spilkova og Ashleigh Simon frá Suður-Afríku.

Ástralska stúlkan Bree Arthur er síðan aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum í 4. sæti.

Í fimmta sætinu enn öðru höggi á eftir eru Marion Ricordeau frá Frakklandi og hin enska Charley Hull, báðar á samtals 10 undir pari eftir 2. hringi.  Fjórar deila síðan 7. sætinu þ.á.m. Christina Kim og gaman að sjá hana aftur meðal efstu í móti!

Meðal þekktra kylfinga sem ekki náðu niðurskurði í gær eru Carly Booth frá Skotlandi og hin sænska Sophie Gustafson.

Til þess að sjá lokahring ISPS í beinni á netinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að fylgjast með skori keppenda á lokahringnum SMELLIÐ HÉR: