Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2013 | 17:30

Eimskipsmótaröðin (4): Birgir Leifur Hafþórsson og Sunna Víðisdóttir Íslandsmeistarar í höggleik 2013!!!

Það eru Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, og Sunna Víðisdóttir, GR, sem eru Íslandsmeistarar í höggleik  2013!!! Birgir Leifur lék á samtals 10 undir pari, 274 höggum (71 69 66 68). Birgir Leifur sagði eftir að sigurinn var í höfn að það hefði verið hrikalega sætt og meiriháttar gaman að vinna. Birgir sagði að keppnin hefði verið mjög jöfn og það hefði fallið með honum í þetta sinn. Þetta væri 5. sigurinn á Íslandsmótinu í höggleik og e.t.v. sá stærsti.  Birgir Leifur sagðist ekki geta verið sáttari – sagðist ánægður með son sinn, sem var kylfuberi hans í mótinu og myndi eflaust síðar draga fyrir hann.  Þess má geta að Birgir Leifur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2013 | 17:05

Eimskipsmótaröðin (4): Birgir Leifur leiðir á 17. holu

Í karlaflokki heldur Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, forystu en nú eru leikar komnir á 18. holu – síðustu holuna. Á 16. holu fékk Birgir Leifur slæman skolla og fór í 10 undir par. Haraldur Franklín fékk hræðilegan þrefaldan skolla fór niður í 7 undir parið.  En keppnismaðurinn mikli sem Haraldur Franklín er tók það strax aftur á 17. holu með góðum fugli og er nú á samtals 8 undir pari. Birgir Leifur hélt sínu striki fékk par á 17. braut (8. braut Ár-lykkju Korpunnar). Staðan nú þegar aðeins lokaholan er óspiluð er sú að Birgir Leifur hefir 2 högga forystu á Harald Franklín í einvígi þeirra. Hann þarf aðeins par Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2013 | 16:50

Eimskipsmótaröðin (4): Bráðabani milli Guðrúnar Brá og Sunnu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, datt úr 3 stúlkna umspilinu á 12. braut  (3. braut Ár-lykkju Korpunnar) þar sem hún fékk skolla en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Sunna Víðisdóttir, GR, settu niður sín par-pútt. Ljóst er því að það er annað hvort Guðrún Brá eða Sunna, sem stendur uppi sem Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2013. Nú halda leikar í kvennaflokki áfram á 10. braut (1. braut Ár-lykkju Korpunnar). Það er örlagaholan í kvennaflokki á þessu Íslandsmóti, nema þær Guðrún Brá og Sunna verði jafnar þá heldur bráðabaninn áfram á fimmtu  aukaholuna.

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2013 | 16:30

Eimskipsmótaröðin (4): Birgir Leifur efstur eftir 15 holur

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, heldur forystu sinni eftir 15 leiknar holur. Reyndar var Haraldur Franklín Magnús, GR, búinn að jafna við Birgi Leif á par-4 14. braut (5. braut Ár-lykkju Korpunnar) með glæsilegum fugli. Birgir Leifur tók það strax aftur á par-4 15. braut (6. braut Ár-lykkju Korpunnar) með frábæru fuglapútti af löngu færi, sem fór beint ofan í og kom sér aftur fram fyrir Harald Franklín.  Fuglar á víxl og mikil spenna. En það er sem sagt Birgir Leifur, sem er í forystu eftir 15 spilaðar holur á lokahring Íslandsmótsins í höggleik. Aðeins 3 æsispennandi lokaholur eftir, þar sem það ræðst hvor stendur uppi sem Íslandsmeistari Birgir Leifur eða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2013 | 16:15

Eimskipsmótaröðin (4): 3 berjast um Íslandsmeistaratitilinn í 3 holu umspili

Það, hver hlýtur Íslandsmeistaratitil í höggleik 2013 í kvennaflokki ræðst af því hver stendur uppi sem sigurvegari í 3 stúlkna umspili á 10., 11. og 12. braut (1., 2. og 3. braut Ár-lykkjunnar) á Korpunni. Þær sem keppa þannig um Íslandsmeistaratitilinn eru Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Sunna Víðisdóttir, GR. Í stuttu máli var mikil dramatík á 18. holu. Valdís Þóra, sem ásamt Ólafíu Þórunni var í forystu á 17. holu, s.s. Golf 1 greindi frá, á 9 yfir pari, fékk slæman þrefaldan skolla á par-4 18. brautina (9. braut Ár-lykkju Korpunnar) heil 7 högg og skaut sig þar með úr mótinu; lauk keppni á 12 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2013 | 15:55

Eimskipsmótaröðin (4): Birgir Leifur leiðir í einvíginu við Harald Franklín eftir 12 holur

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er í forystu á Íslandsmótinu í höggleik þegar 12 holur hafa verið spilaðar í karlaflokki. Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er hreint einvígi milli heimamannsins Haraldar Franklín Magnús, GR, núverandi Íslandsmeistara í höggleik 2012 og fjórfalds Íslandsmeistara Birgis Leifs. Þegar 12 holur hafa verið spilaðar er Birgir Leifur á samtals 10 undir pari og er búinn að vinna upp 2 högga forskot sem Haraldur Franklín hafði fyrir lokahringinn með 3 glæsifuglum á par-3 3. braut Sjó-lykkju Korpunnar, par-5 7. braut Sjó-lykkjunnar og par-3 9. braut Sjó-lykkjunnar. Tveir fuglar á par-þristum á fyrri níu. Flott hjá Birgi Leif!!! Haraldur Franklín er aðeins 1 höggi á eftir Birgi og baráttan gríðarleg. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2013 | 15:30

Eimskipsmótaröðin (4): Ólafía Þórunn og Valdís Þóra efstar og jafnar á 17. holu

Íslamdsmótið í höggleik í kvennaflokki virðist ætla að ráðast á síðustu holunum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, fékk glæsilega fugla á par-4 15. braut og par-5 16. brautina og komst þar með í 9 yfir parið á  Ár-lykkju Korpunnar. Ólafía Þórunn fékk síðan glæsilegt par á par-4 17. brautina og hélt skori sínu í 9 yfir pari. Stáltaugar þar hjá Ólafíu Þórunni. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, sem búin var að vera í forystu frá 14. braut fékk slæman skolla á 17. brautinni og fór þar með úr forystu þ.e. 8 yfir pari í 9 yfir par. Staða efstu stúlkna er sú að þegar 17 holur hafa verið spilaðar eru Ólafía Þórunn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2013 | 14:55

Eimskipsmótaröðin (4): Valdís Þóra efst eftir 15 holur

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tók forystuna á 14. braut Ár-lykkju Korpunnar. Hún fékk fugl á par-4 14. brautina og síðan par á par-4 15. brautina. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK fékk hins vegar par á par-4 14. brautina og síðan skolla á par-4 15. brautina. Staðan er nú sú að Valdís Þóra á 2 högg á Guðrúnu Brá og reyndar Sunnu Víðis og Ólafíu Þórunni, en þær þrjár deila nú 2. sætinu Valdís Þóra er samtals búin að spila á 8 yfir pari en Guðrún Brá, Ólafía Þórunn og Sunna Víðis á 10 yfir pari. Nú ráðast úrslitin á síðustu 3 spennandi holunum!!! Tekst Valdísi Þóru að halda forystunni?  

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2013 | 14:30

Eimskipsmótaröðin (4): Allt hnífjafnt milli Valdísar Þóru og Guðrúnar Brá eftir 12 holur lokahrings Íslandsmótsins

Þær Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, eru efstar og hnífjafnar þegar búið er að spila 12 holur á Korpunni á lokahring Íslandsmótsins í höggleik. Báðar eru á 8 yfir pari. Guðrún Brá er búin að fá 3 skolla og 9 pör.  (Guðrún Brá fékk skolla sína á par-3 3. braut Sjó-lykkju Korpunnar,  síðan kom annar á par-3 6. brautinni og sá þriðji á par-5 11. brautinni (2. braut Ár-lykkju Korpunnar). ) Valdís Þóra fékk einnig snemma tvo skolla (á 2. og 3. braut Korpunnar Sjó-lykkjunni) en tók það aftur á par-3 6. brautinni með fugli, en fékk síðan skramba á 10. braut (sem er 1. braut Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2013 | 13:00

PGA: RBC Canadian Open í beinni

Mót vikunnar á PGA Tour er RBC Canadian Open. Leikið er á golfvelli Glen Abbey golfklúbbnum í Oakville, Ontario. Fyrir lokahringinn er það Brandt Snedeker sem leiðir.  Tekst honum að halda út og standa uppi sem sigurvegari í mótinu í kvöld? Bein útsending hófst kl. 13:00. Til þess að sjá RBC Canadian Open 2013 í beinni SMELLIÐ HÉR:  Hér má fylgjast með gangi mála á skortöflu SMELLIÐ HÉR: