Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2013 | 16:50

Eimskipsmótaröðin (4): Bráðabani milli Guðrúnar Brá og Sunnu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, datt úr 3 stúlkna umspilinu á 12. braut  (3. braut Ár-lykkju Korpunnar) þar sem hún fékk skolla en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Sunna Víðisdóttir, GR, settu niður sín par-pútt.

Ljóst er því að það er annað hvort Guðrún Brá eða Sunna, sem stendur uppi sem Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2013.

Nú halda leikar í kvennaflokki áfram á 10. braut (1. braut Ár-lykkju Korpunnar).

Það er örlagaholan í kvennaflokki á þessu Íslandsmóti, nema þær Guðrún Brá og Sunna verði jafnar þá heldur bráðabaninn áfram á fimmtu  aukaholuna.