Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2013 | 14:55

Eimskipsmótaröðin (4): Valdís Þóra efst eftir 15 holur

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tók forystuna á 14. braut Ár-lykkju Korpunnar.

Hún fékk fugl á par-4 14. brautina og síðan par á par-4 15. brautina.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK fékk hins vegar par á par-4 14. brautina og síðan skolla á par-4 15. brautina.

Staðan er nú sú að Valdís Þóra á 2 högg á Guðrúnu Brá og reyndar Sunnu Víðis og Ólafíu Þórunni, en þær þrjár deila nú 2. sætinu

Valdís Þóra er samtals búin að spila á 8 yfir pari en Guðrún Brá, Ólafía Þórunn og Sunna Víðis á 10 yfir pari.

Nú ráðast úrslitin á síðustu 3 spennandi holunum!!! Tekst Valdísi Þóru að halda forystunni?