
Eimskipsmótaröðin (4): Birgir Leifur Hafþórsson og Sunna Víðisdóttir Íslandsmeistarar í höggleik 2013!!!
Það eru Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, og Sunna Víðisdóttir, GR, sem eru Íslandsmeistarar í höggleik 2013!!!
Birgir Leifur lék á samtals 10 undir pari, 274 höggum (71 69 66 68).
Birgir Leifur sagði eftir að sigurinn var í höfn að það hefði verið hrikalega sætt og meiriháttar gaman að vinna. Birgir sagði að keppnin hefði verið mjög jöfn og það hefði fallið með honum í þetta sinn. Þetta væri 5. sigurinn á Íslandsmótinu í höggleik og e.t.v. sá stærsti. Birgir Leifur sagðist ekki geta verið sáttari – sagðist ánægður með son sinn, sem var kylfuberi hans í mótinu og myndi eflaust síðar draga fyrir hann. Þess má geta að Birgir Leifur og eiginkona hans eiga von á öðru barni og fæðist það meðan pabbinn er Íslandsmeistari í höggleik!!!
Í 2. sæti var Haraldur Franklín Magnús, GR, sem varð í 2. sæti, 2 höggum á eftir Birgi Leif á samtals 8 undir pari, 276 höggum (68 67 69 72). Haraldur Franklín sagði eftir hringinn að hann væri svo mikill keppnismaður að hann væri mjög tapsár. Hann taldi sig þó hafa spilað vel 71 holu af mótinu. Hann óskaði Birgi Leif til hamingju með sigurinn.
Sunna Víðisdóttir, GR, varð Íslandsmeistari í höggleik í kvennaflokki hafði betur gegn Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK í bráðabana. Guðrún Brá fékk skolla en Sunna sigraði með pari á 10. braut (1. braut Ár-lykkju Korpunnar), þ.e. á 1. holu bráðabana og 4. aukaholu en þar áður voru þær, ásamt Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, búnar að spila 3 holu umspil.
Sunna sagði eftir sigurinn að hún gæti ekki verið ánægðari. Hún sagðist hafa náð að spila sig inn í mótið og náð að koma tilbaka. Hún byrjaði ekki vel og sagðist ekki hafa gert sér þetta auðvelt og hún hefði ekki verið vongóð eftir 1. dag þegar hún spilaði á 82 höggum. Þá sagðist hún hafa talið að hún hefði spilað sig úr mótinu. Hún sagði að það hefði verið frábært að sigra á heimavelli, umgjörð mótsins hefði verið frábær og skemmtilegt að sigra á heimavelli.
Í 2. sæti var sem segir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem tapaði með 1 höggi í bráðabana.
Golf 1 óskar Birgi Leif og Sunnu innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitlana!!!
- ágúst. 13. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2022)
- ágúst. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Ben Hogan og Garðar Rafn Halldórsson – 13. ágúst 2022
- ágúst. 13. 2022 | 15:00 Evróputúrinn: Haraldur Franklín á -1 á ISPS Handa World Inv. e. 3. dag
- ágúst. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgit Henriksen – 12. ágúst 2022
- ágúst. 11. 2022 | 18:00 GSÍ: Fjöldi kylfinga á Íslandi aldrei verið meiri
- ágúst. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Helga Laufey Guðmundsdóttir – 11. ágúst 2022
- ágúst. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —– 9. ágúst 2022
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge