Ingi Rúnar og Birgir Leifur á 3. degi Íslandsmótsins í höggleik 2013. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2013 | 17:05

Eimskipsmótaröðin (4): Birgir Leifur leiðir á 17. holu

Í karlaflokki heldur Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, forystu en nú eru leikar komnir á 18. holu – síðustu holuna.

Á 16. holu fékk Birgir Leifur slæman skolla og fór í 10 undir par.

Haraldur Franklín fékk hræðilegan þrefaldan skolla fór niður í 7 undir parið.  En keppnismaðurinn mikli sem Haraldur Franklín er tók það strax aftur á 17. holu með góðum fugli og er nú á samtals 8 undir pari.

Birgir Leifur hélt sínu striki fékk par á 17. braut (8. braut Ár-lykkju Korpunnar).

Staðan nú þegar aðeins lokaholan er óspiluð er sú að Birgir Leifur hefir 2 högga forystu á Harald Franklín í einvígi þeirra. Hann þarf aðeins par og  Haraldur Franklín yrði að fá örn til að jafna við Birgi Leif á 18. holu.

Eins og staðan er nú þegar 1 hola er eftir óspiluð í karlaflokki, er að líklegt er að næsti Íslandsmeistari í höggleik í karlaflokki verði Birgir Leifur Hafþórsson.