Ingi Rúnar og Birgir Leifur á 3. degi Íslandsmótsins í höggleik 2013. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2013 | 16:30

Eimskipsmótaröðin (4): Birgir Leifur efstur eftir 15 holur

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, heldur forystu sinni eftir 15 leiknar holur.

Reyndar var Haraldur Franklín Magnús, GR, búinn að jafna við Birgi Leif á par-4 14. braut (5. braut Ár-lykkju Korpunnar) með glæsilegum fugli.

Birgir Leifur tók það strax aftur á par-4 15. braut (6. braut Ár-lykkju Korpunnar) með frábæru fuglapútti af löngu færi, sem fór beint ofan í og kom sér aftur fram fyrir Harald Franklín.  Fuglar á víxl og mikil spenna.

En það er sem sagt Birgir Leifur, sem er í forystu eftir 15 spilaðar holur á lokahring Íslandsmótsins í höggleik.

Aðeins 3 æsispennandi lokaholur eftir, þar sem það ræðst hvor stendur uppi sem Íslandsmeistari Birgir Leifur eða Haraldur Franklín.