
Eimskipsmótaröðin (4): 3 berjast um Íslandsmeistaratitilinn í 3 holu umspili
Það, hver hlýtur Íslandsmeistaratitil í höggleik 2013 í kvennaflokki ræðst af því hver stendur uppi sem sigurvegari í 3 stúlkna umspili á 10., 11. og 12. braut (1., 2. og 3. braut Ár-lykkjunnar) á Korpunni.
Þær sem keppa þannig um Íslandsmeistaratitilinn eru Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Sunna Víðisdóttir, GR.
Í stuttu máli var mikil dramatík á 18. holu.
Valdís Þóra, sem ásamt Ólafíu Þórunni var í forystu á 17. holu, s.s. Golf 1 greindi frá, á 9 yfir pari, fékk slæman þrefaldan skolla á par-4 18. brautina (9. braut Ár-lykkju Korpunnar) heil 7 högg og skaut sig þar með úr mótinu; lauk keppni á 12 yfir pari, líkt og Anna Sólveig Snorradóttir, GK og deila þær tvær 4. sætinu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hins vegar, fékk „aðeins“ tvöfaldan skolla, heil 6 högg, á par-4 18. holuna (9. holu Ár-lykkjunnar) og lauk 72. holu, i á 11 yfir pari.
Sunna Víðisdóttir, GR, var aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum Valdísi og Ólafíu Þórunni á 17. braut þ.e. á 10 yfir pari og fékk skolla, 5 högg á par-4, 18. brautina (9. holu Ár-lykkjunnar) og lauk einnig keppni á 11 yfir pari.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK sem átti erfitt um miðbik Árinnar sýndi gríðarlegan styrk á lokaholunum og fékk tvö pör á síðustu tvær holurnar og lauk líka við 72. holurnar, á 11 yfir pari.
Guðrún Brá, Ólafía Þórunn og Sunna voru því allar á 11 yfir pari eftir hefðbundnar 72 holur og varð að koma til umspils milli þeirra, sem á sér stað í þessum skrifuðu orðum.
Nú er búið að spila 1. holu í umspilinu; 10. braut og allt jafnt – stúlkurnar farnar á 11. braut. Geysispennandi Íslandsmót í höggleik í kvennaflokki!!!
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023