
Eimskipsmótaröðin (4): 3 berjast um Íslandsmeistaratitilinn í 3 holu umspili
Það, hver hlýtur Íslandsmeistaratitil í höggleik 2013 í kvennaflokki ræðst af því hver stendur uppi sem sigurvegari í 3 stúlkna umspili á 10., 11. og 12. braut (1., 2. og 3. braut Ár-lykkjunnar) á Korpunni.
Þær sem keppa þannig um Íslandsmeistaratitilinn eru Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Sunna Víðisdóttir, GR.
Í stuttu máli var mikil dramatík á 18. holu.
Valdís Þóra, sem ásamt Ólafíu Þórunni var í forystu á 17. holu, s.s. Golf 1 greindi frá, á 9 yfir pari, fékk slæman þrefaldan skolla á par-4 18. brautina (9. braut Ár-lykkju Korpunnar) heil 7 högg og skaut sig þar með úr mótinu; lauk keppni á 12 yfir pari, líkt og Anna Sólveig Snorradóttir, GK og deila þær tvær 4. sætinu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hins vegar, fékk „aðeins“ tvöfaldan skolla, heil 6 högg, á par-4 18. holuna (9. holu Ár-lykkjunnar) og lauk 72. holu, i á 11 yfir pari.
Sunna Víðisdóttir, GR, var aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum Valdísi og Ólafíu Þórunni á 17. braut þ.e. á 10 yfir pari og fékk skolla, 5 högg á par-4, 18. brautina (9. holu Ár-lykkjunnar) og lauk einnig keppni á 11 yfir pari.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK sem átti erfitt um miðbik Árinnar sýndi gríðarlegan styrk á lokaholunum og fékk tvö pör á síðustu tvær holurnar og lauk líka við 72. holurnar, á 11 yfir pari.
Guðrún Brá, Ólafía Þórunn og Sunna voru því allar á 11 yfir pari eftir hefðbundnar 72 holur og varð að koma til umspils milli þeirra, sem á sér stað í þessum skrifuðu orðum.
Nú er búið að spila 1. holu í umspilinu; 10. braut og allt jafnt – stúlkurnar farnar á 11. braut. Geysispennandi Íslandsmót í höggleik í kvennaflokki!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024