
Eimskipsmótaröðin (4): Allt hnífjafnt milli Valdísar Þóru og Guðrúnar Brá eftir 12 holur lokahrings Íslandsmótsins
Þær Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, eru efstar og hnífjafnar þegar búið er að spila 12 holur á Korpunni á lokahring Íslandsmótsins í höggleik.
Báðar eru á 8 yfir pari. Guðrún Brá er búin að fá 3 skolla og 9 pör. (Guðrún Brá fékk skolla sína á par-3 3. braut Sjó-lykkju Korpunnar, síðan kom annar á par-3 6. brautinni og sá þriðji á par-5 11. brautinni (2. braut Ár-lykkju Korpunnar). )
Valdís Þóra fékk einnig snemma tvo skolla (á 2. og 3. braut Korpunnar Sjó-lykkjunni) en tók það aftur á par-3 6. brautinni með fugli, en fékk síðan skramba á 10. braut (sem er 1. braut Ár-lykkju Korpunnar).
Eftir að klárað var að skrifa framangreint luku stúlkurnar við að spila 13. brautina par-3 4. braut Ár-lykkjunnar og fengu báðar skolla á hana – enn er því allt jafnt eftir 13 holur, báðar á samtals 9 yfir pari hvor og bara 5 óspilaðar holur nú!
Ljóst er að það eru einkum par-3 holurnar eru að leika stúlkurnar grátt í dag.
Sunna Víðisdóttir, GR, er aðeins 1 höggi á eftir Guðrúnu Brá og Valdísi Þóru á samtals 10 yfir pari og kristaltært að hún getur blandað sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn á lokaholunum.
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023