
Eimskipsmótaröðin (4): Allt hnífjafnt milli Valdísar Þóru og Guðrúnar Brá eftir 12 holur lokahrings Íslandsmótsins
Þær Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, eru efstar og hnífjafnar þegar búið er að spila 12 holur á Korpunni á lokahring Íslandsmótsins í höggleik.
Báðar eru á 8 yfir pari. Guðrún Brá er búin að fá 3 skolla og 9 pör. (Guðrún Brá fékk skolla sína á par-3 3. braut Sjó-lykkju Korpunnar, síðan kom annar á par-3 6. brautinni og sá þriðji á par-5 11. brautinni (2. braut Ár-lykkju Korpunnar). )
Valdís Þóra fékk einnig snemma tvo skolla (á 2. og 3. braut Korpunnar Sjó-lykkjunni) en tók það aftur á par-3 6. brautinni með fugli, en fékk síðan skramba á 10. braut (sem er 1. braut Ár-lykkju Korpunnar).
Eftir að klárað var að skrifa framangreint luku stúlkurnar við að spila 13. brautina par-3 4. braut Ár-lykkjunnar og fengu báðar skolla á hana – enn er því allt jafnt eftir 13 holur, báðar á samtals 9 yfir pari hvor og bara 5 óspilaðar holur nú!
Ljóst er að það eru einkum par-3 holurnar eru að leika stúlkurnar grátt í dag.
Sunna Víðisdóttir, GR, er aðeins 1 höggi á eftir Guðrúnu Brá og Valdísi Þóru á samtals 10 yfir pari og kristaltært að hún getur blandað sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn á lokaholunum.
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða