
Eimskipsmótaröðin (4): Birgir Leifur leiðir í einvíginu við Harald Franklín eftir 12 holur
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er í forystu á Íslandsmótinu í höggleik þegar 12 holur hafa verið spilaðar í karlaflokki.
Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er hreint einvígi milli heimamannsins Haraldar Franklín Magnús, GR, núverandi Íslandsmeistara í höggleik 2012 og fjórfalds Íslandsmeistara Birgis Leifs.
Þegar 12 holur hafa verið spilaðar er Birgir Leifur á samtals 10 undir pari og er búinn að vinna upp 2 högga forskot sem Haraldur Franklín hafði fyrir lokahringinn með 3 glæsifuglum á par-3 3. braut Sjó-lykkju Korpunnar, par-5 7. braut Sjó-lykkjunnar og par-3 9. braut Sjó-lykkjunnar. Tveir fuglar á par-þristum á fyrri níu. Flott hjá Birgi Leif!!!
Haraldur Franklín er aðeins 1 höggi á eftir Birgi og baráttan gríðarleg. Hann er eflaust undir mikilli pressu þegar hann sér Birgi Leif síga svona á forskot sitt. Það hefir eflaust ekki verið auðvelt að fá skolla á par-3 3. braut Sjó-lykkju Korpunnar eins og Haraldur Franklín gerði og sjá Birgi Leif fá fugl en þá þegar á 3. braut var allt jafnt milli þeirra.
Haraldur fékk síðan fugl á par-5 7. brautinni, líkt og Birgir Leifur og annan fugl á par-4 10. brautinni (1. braut Ár-lykkjunnar, sem mörgum finnst nú e.t.v. ekki léttasta braut Korpunnar). Á 10. braut náði Haraldur því að jafna við Birgi Leif en féll 1 högg aftur fyrir á par-4 12. brautinni (3. braut Ár-lykkju Korpunnar), þar sem hann fékk skolla, en Birgir Leifur par.
Æsispennandi einvígi þetta milli Birgis Leifs og Haraldar Franklín!
Í 3. sæti er Þórður Rafn Gissurarson, GR, á samtals 4 undir pari, eftir 12 holur.
Meðan ofangreint var ritað hafa kapparnir spilað aðra holu 13. holuna en staðan er óbreytt Birgir Leifur er í forystu á 1 högg á Harald Franklín.
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða