
Eimskipsmótaröðin (4): Birgir Leifur leiðir í einvíginu við Harald Franklín eftir 12 holur
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er í forystu á Íslandsmótinu í höggleik þegar 12 holur hafa verið spilaðar í karlaflokki.
Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er hreint einvígi milli heimamannsins Haraldar Franklín Magnús, GR, núverandi Íslandsmeistara í höggleik 2012 og fjórfalds Íslandsmeistara Birgis Leifs.
Þegar 12 holur hafa verið spilaðar er Birgir Leifur á samtals 10 undir pari og er búinn að vinna upp 2 högga forskot sem Haraldur Franklín hafði fyrir lokahringinn með 3 glæsifuglum á par-3 3. braut Sjó-lykkju Korpunnar, par-5 7. braut Sjó-lykkjunnar og par-3 9. braut Sjó-lykkjunnar. Tveir fuglar á par-þristum á fyrri níu. Flott hjá Birgi Leif!!!
Haraldur Franklín er aðeins 1 höggi á eftir Birgi og baráttan gríðarleg. Hann er eflaust undir mikilli pressu þegar hann sér Birgi Leif síga svona á forskot sitt. Það hefir eflaust ekki verið auðvelt að fá skolla á par-3 3. braut Sjó-lykkju Korpunnar eins og Haraldur Franklín gerði og sjá Birgi Leif fá fugl en þá þegar á 3. braut var allt jafnt milli þeirra.
Haraldur fékk síðan fugl á par-5 7. brautinni, líkt og Birgir Leifur og annan fugl á par-4 10. brautinni (1. braut Ár-lykkjunnar, sem mörgum finnst nú e.t.v. ekki léttasta braut Korpunnar). Á 10. braut náði Haraldur því að jafna við Birgi Leif en féll 1 högg aftur fyrir á par-4 12. brautinni (3. braut Ár-lykkju Korpunnar), þar sem hann fékk skolla, en Birgir Leifur par.
Æsispennandi einvígi þetta milli Birgis Leifs og Haraldar Franklín!
Í 3. sæti er Þórður Rafn Gissurarson, GR, á samtals 4 undir pari, eftir 12 holur.
Meðan ofangreint var ritað hafa kapparnir spilað aðra holu 13. holuna en staðan er óbreytt Birgir Leifur er í forystu á 1 högg á Harald Franklín.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024