Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2013 | 16:45

Ráshópar á PGA Championship

Það hefir vart farið framhjá neinum golfáhugamanninum að PGA Championship risamótið hefst  á Austurvelli (ens. East Course) í Oak Hill, í Rochester, New York á morgun. Það er alltaf gaman að spá og spekúlera í hvernig ráshóparnir líta út í risamótum. Hér má sjá að Tiger leikur fyrstu tvo dagana með Keegan Bradley og Davis Love III. Annað áhugavert holl sem gaman verður að fylgjast með eru Adam Scott, Justin Rose og Phil Mickelson (allir risamótssigurvegarar ársins 2013, það sem af er,  saman). Henrik Stenson, Charl Schwartzel og Dustin Johnson er enn ein skemmtilega niðurröðunin. Golf 1 kemur sérstaklega til með að fylgjast með enn einum  áhugaverða ráshópnum, sem í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2013 | 14:00

15. risamótstitill Tiger í uppsiglingu?

Tiger Woods þykir meðal þeirra sigurstranglegustu til þess að sigra á PGA Championship, 4. og síðasta risamóti ársins 2013. En er 15. risatitill hans í uppsiglingu? Tiger sagði m.a á blaðamannafundi að leikur hans væri í góðu lagi þessa stundina.  Síðan spáir hann í Oak Hill völlinn sérstaklega seinni 9 og segir fuglafærin einkum vera á 11., 13. og 14. holunum en 17. og 18. verði erfiðari að eiga við. Það verður gaman að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari 4. risamóts ársins  – PGA Championship – n.k. sunnudag. Verður það sjóðandi heitur Tiger í þetta sinn? Sjá má myndskeið af Tiger á blaðamannafundi fyrir PGA Championship risamótið með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2013 | 13:45

Fowler slær kúlu í karlinn í tunglinu

Redbull stóð nú um daginn fyrir skemmtilegri uppákomu í Uline Arena í Washington DC, líka þekkt sem Washington Colloseum, þar sem markmiðið var að tengja listir og golf (ens. art meets golf). Þetta er sami staður og stjórnmála- og ræðumenn á borð við Macolm X og Eisenhower bandaríkjaforseti hafa haldið ræður og  Bítlarnir héldu fyrsta konsert sinn í Bandaríkjunum. Það var búið að koma fyrir vægast sagt óvenjulegu æfingasvæði og Red Bull golfarinn Rickie Fowler fenginn til að slá nokkur högg.  Rickie vissi fyrirfram ekkert hvað hann var að koma sér út í bara að Redbull styrktaraðili hans vildi hafa hann á staðnum.  Þannig að Rickie fór. „Þeir vildu hafa þetta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2013 | 13:00

EM: Haraldur Franklín á 75 á 1. degi

Haraldur Franklín Magnús, GR, var fyrstur íslensku kylfinganna 3, sem þátt taka á Evrópumóti einstaklinga til að ljúka leik, en mótið hófst í Barcelona, Spáni, í dag. Leikið er á golfvelli Real Club De Golf El Prat. Þátttakendur eru 145. Hér er um einstaklingskeppni að ræða en ekki liðakeppni. Haraldur Franklín lék 1. hring í mótinu á 3 yfir pari, 75 höggum og fékk 2 fugla, 2 skolla og 1 slæman skramba sem gott hefði verið að vera laus við en hann kom á reyndar óvænt á par-3 3. holu El Prat, sem reyndar er ekki sú erfiðasta á vellinum. Árans óheppni þetta!!! Axel Bóasson, GK, var að klára rétt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2013 | 12:45

Glæsihýsi Rory í Flórída

Tvöfaldur risamótsmeistari í golfi Rory McIlroy og kæresta hans Caroline Wozniacki fluttu s.l. jól inn í nýtt hús í Jupiter, Flórída. Golf 1 var fyrst með fréttina um flutning Rory til Flórída en sjá má þá frétt  með því að SMELLA HÉR:  Meðal nágranna Rory og Caro  í Flórída eru Tiger og Lindsey Vonn.  Nú má finna á vefsíðu PGA Tour myndskeið þar sem Rory sýnir nýja húsið en ein aðaláherslan er á nýju BOSE græjurnar hans og segir Rory m.a. á einum stað í myndskeiðinu hveru stór þáttur tónlistin sé í lífinu og gott að geta notið hennar í bestu fáanlegum græjum og slakað á fyrir mót að hlusta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Andri Páll Ásgeirsson. Andri Páll er fæddur 7. ágúst 1998 og er því 15 ára í dag. Andri Páll er í Golfklúbbi Selfoss (GOS).  Hann var m.a. valinn efnilegasti kylfingur GOS í lokahófi klúbbsins í september 2011. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Andri Páll Ásgeirsson · (15 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Jodi Figley, 7. ágúst 1969 (44 ára – spilaði á LPGA);  Esther Choe, 7. ágúst 1989 (24 ára – bandarísk spilar á LET) ….. og ….. Kolbrún Sævarsdóttir · (49 ára) Rósirnar Heilsurækt Golf 1 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2013 | 11:00

Rory með írskan mat á PGA Champ Dinner

Í gær fór fram „Champions Dinner“ í Oak Hill Country Club í Rochester, New York, en þar hefst á morgun 4. og síðasta risamót ársins: PGA Championship. Það er nr. 3 á heimslistanum Rory McIlroy sem á titil að verja og skv. hefð fékk hann að ráða matseðlinum á Champions Dinner en þar voru írsk áhrif allsráðandi. Það sem hann bauð m.a. Jack Nicklaus og Lee Trevino upp á, en þeir voru sérstakir gestgjafar golfgoðsagna þarna í dinnernum, var geitaosta og rauðbeðusalat í forrétt. Aðalréttur Rory rann ljúflega niður í matargesti en hann bauð upp á „Duet of Irish Beef Tenderloin“ með írskum djúpsteiktum sveppum. Þess mætti geta að þegar Pádraig Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2013 | 10:00

GSE: Arnfríður og Siggeir sigruðu – Ársæll fór holu í höggi á Opna Setbergsmótinu

Opna Setbergsmótið fór fram á Setbergsvelli í Hafnarfirði á frídegi verslunarmanna 5. ágúst 2013 s.l. Þátttakendur í mótinu voru 90 þar af 81 karl- og 9 kvenkylfingar. Leikformið var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf og fyrir það síðarnefnda veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin en 1 verðlaun fyrir besta skor. Á besta skorinu í mótinu varð Siggeir Vilhjálmsson, GO en hann lék Setbergsvöll á 77 höggum – fékk 1 fugl, 11 pör og 6 skolla. Efstu 5 í punktakeppninni urðu: 1 Arnfríður I Grétarsdóttir GG 17 F 17 20 37 37 37 2 Haraldur Árnason GK 17 F 20 16 36 36 36 3 María Sverrisdóttir GK 21 F Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2013 | 22:00

Axel, Haraldur Franklín og Guðmundur Ágúst taka þátt í Evrópumóti einstaklinga

Evrópumót einstaklinga í golfi fer fram dagana 7.-10. ágúst á Real Club de Golf el Prat á Spáni en mótið er eitt sterkasta áhugamannamót sem fram fer í heiminum á ári hverju þar sem allir bestu áhugakylfingar Evrópu mæta til leiks. Meðal þeirra sem fagnað hafa sigri á mótinu eru Norður-Írinn Rory McIlroy árið 2006 og Sergio Garcia árið 1995. Alls taka 144 kylfingar þátt í mótinu í ár og þar af þrír frá Íslandi þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur og Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili. Leiknar verða 72 holur í mótinu, fyrir lokahringinn verður keppendum fækkað og munu 60 kylfingar leika um sjálfan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2013 | 21:30

GKG: Ólafur Sigurjónsson á besta skorinu á Opna Gull mótinu

Í gær fór fram stórglæsilegt mót – Opna Gull mótið hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Þátttaendur voru 153 – 147 karl- og 6 kvenkylfingar. Leikfyrirkomulag var höggleikur án fogjafar  og punktakeppni með forgjöf og veit 1 verðlaun fyrir besta skor og verðlaun fyrir 4 efstu sætin í punktakeppninni. Jafnframt voru veitt verðlaun fyrir að vera næstur holu á par-3 brautunum. Úrslit voru eftirfarandi:  Nándarverðlaun:  2. braut – Haraldur Jónasson GKG 4.60m 4. braut – Orri Örn Árnason GOB 1.25m 9. braut – Bergur Einar Dagbjartsson 1.30m 11. braut – Hrólfur Þórarinsson 0.99m 13. braut – Hafsteinn Þórisson 1.82m 17. braut – Davíð Hreinsson 0.6m Úrslit í höggleik án forgjafar: 1 Lesa meira