Eimskipsmótaröðin (5): Birgir Leifur lék Leirdalinn á 76 á 1. degi
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í 5. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, sem hófst á heimavelli hans, Leirdalsvelli í morgun. Hann var í 1. ráshóp og var rétt í þessu að ljúka 1. hring og kom í hús á 5 yfir pari, 76 höggum. Á hringnum fékk Birgir Leifur 1 fugl, 13 pör, 2 skolla og 2 skramba. Sjá má skor keppenda í Símamótinu á 1. degi með því SMELLA HÉR:
Furyk og Scott leiða eftir 1. dag PGA Championship
Það eru Jim Furyk og Adam Scott, sem leiða eftir 1. dag PGA Championship. Báðir eru búnir að leika Austurvöll Oak Hill í Rochester, New York, á samtals 5 undir pari, 65 höggum, hvor. Í þriðja sæti eru David Hearn frá Kanada og Lee Westwood, báðir á 4 undir pari, 66 höggum. Svo eru 6 kylfingar sem deila 5. sæti: Matt Kuchar, Robert Garrigus, Marcus Fraser, Paul Casey, Scott Piercy og Jason Day á 3 undir pari. Tiger Woods lék á 1 yfir pari og verður að spila betur í dag til þess að verða öruggur í gegnum niðurskurð en niðurskurður er einmitt miðaður við 1 yfir par. Til þess Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —- 8. ágúst 2013
Afmæliskylfingur dagsins er sigurvegari Opna bandaríska 2012, Webb Simpson. Webb sem í raun heitir James Frederick Simpson fæddist 8. ágúst 1985 og er því 28 ára í dag. Sem áhugamaður var hann í sigursælum liðum Bandaríkjanna í Walker Cup og Palmer Cup 2007. Á háskólaárum sínum spilaði hann með golfliði Wake Forest og var þar á Arnold Palmer golfskólastyrk. Eftir að Simpson gerðist atvinnumaður spilaði hann fyrst á Nationwide Tour (sem nú heitir Web.com Tour ekki þó eftir Webb Simpson ) og varð 2 sinnum í 2. sæti þar. Á Q-school PGA Tour varð hann jafn öðrum í 7. sæti árið 2008 og spilaði því að PGA Tour keppnistímabilið 2009, þar sem hann Lesa meira
Frábærar fyrri 9 hjá Adam Scott
Masterssigurvegarinn 2013 Adam Scott er að sýna stórleik á fyrri 9, á 1. hring PGA Championship risamótinu, sem hófst í NY í dag. Austurvöllur (East Course) Oak Hill er par-70, 35 á fyrri og 35 á seinni. Scott lék fyrri 9 á 5 undir pari, 30 höggum fékk 5 fugla í röð á holum 4-8!!!! Scott er nú þegar þetta er ritað búinn að spila 11 holur og er enn jafn í efsta sæti ásamt Jim Furyk, sem sýndi stórleik í dag; báðir á 5 undir pari. Það verður gaman að sjá hvort Scott heldur út næstu 8 holur og tekst jafnvel að hrifsa efsta sætið af Furyk! Til þess Lesa meira
EM: Guðmundur Ágúst bestur á 2. degi
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, lék best íslensku keppendanna á EM einstaklinga í Barcelona í dag. Guðmundur Ágúst lék á 76 höggum í dag, fékk 2 fugla, 11 pör, 4 skolla og 1 slæman skramba, sem gott hefði verið að losna við. Samtals er Guðmundur Ágúst búinn að spila á 9 yfir pari, 153 höggum (77 76). Hann er þar með búinn að jafna við Harald Franklín Magnús, GR, sem lék á 78 höggum í dag, fékk 2 fugla, 8 pör og 8 skolla og er líka á 9 yfir pari (75 78) eins og Guðmundur Ágúst. Báðir eru þeir jafnir 7 öðrum í 85. sæti mótsins. Axel Bóasson, GK, er Lesa meira
Sunna tók bronsið
Sunna Víðisdóttir, GR, Íslandsmeistari í höggleik 2013, varð í 3. sæti á RB German Junior, en mótið er hluti af World Junior Golf Series. Mótið fór fram í Golfclub Heddesheim Gut Neunzendorf í Þýskalandi, dagana 6.-8. ágúst og lauk því í dag. Þátttakendur voru 26 í flokki Sunnu. Sigurvegari mótsins varð Csilla Lajtai Rózsa , frá Ungverjalandi, á samtals 9 undir pari, 207 höggum (70 67 70) og í 2. sæti varð 1 höggi á eftir Lynn Carlsson, frá Svíþjóð. Sunna var sem segir í 3. sæti og deildi því sæti með Michaelu Fletcher frá Suður-Afríku, en báðar léku þær á 1 undir pari, 215 höggum; Sunna (71 74 70) og Michaela Lesa meira
Stórkylfingarnir þegar þeir voru litlir
Golf Digest hefir tekið saman myndaseríu og texta með yfir hvað ýmis stór nöfn í golfheiminum aðhöfðust þegar þau voru ekki orðin fræg. Kostuleg myndin af Luke Donald og ýmsum öðrum frægum í dag! Sjáið með því að SMELLA HÉR:
Micheel tekur aftur þátt í PGA Championship
Einn óvæntasti sigurvegarinn í sögu PGA Championship er eflaust Shaun Micheel, sem vann PGA Championship fyrir nákvæmlega 10 árum síðan, með frábæru höggi með 7-járninu sínu sem lenti nokkra cm frá stöng á 18. flöt. Sigurinn á PGA risamótinu er jafnframt eini sigur Micheel á PGA Tour, en ýmsir andlegir kvillar og axlarmeiðsli hafa m.a. hamlað því að hann hafi tekið þátt í mótum. En nú tekur Micheel að nýju þátt í PGA Championship risamótinu. Hann viðurkennir að hann sé hræddur að taka þátt núna, vegna æfingaleysis en hlakkar jafnframt til að fá að endurlifa sigurinn fyrir 10 árum. „Ég endurlifi siguraugnablikið aftur og aftur, ég geri það virkilega og Lesa meira
GVS: Artdeco mótið n.k. laugardag
N.k. laugardag fer fram hið árlega Artdeco kvennamót. Nú eru síðustu forvöð að skrá sig á eitt glæsilegasta KVENNAGOLFMÓT ársins ! Helstu upplýsingar: Dagsetning: 10. ágúst 2013 Fyrirkomulag: Almennt Völlur: Kálfatjarnarvöllur Skráning: 15.07.13 – 09.08.13 eða með því að SMELLA HÉR: Mótsgjöld: Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu. Allar konur : 4500 ISK. Upplýsingar Glæsilegt kvennamót sem er í boði Artdeco á íslandi ehf. Nánari upplýsingar um Artdeco snyrtivörurnar finnurðu á heimasíðu Artdeco: www.artdeco.de Keppt verður í punktakeppni með forgjöf hámarks leikforgjöf 28 og höggleik án forgjafar, ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum. Verðlaun: Punktakeppni 1. Artdeco snyrtivörur að verðmæti Lesa meira
Góðu gæjarnir á PGA
Golf Digest tók nú nýlega saman lista yfir þá 30 leikmenn á PGA Tour sem þykja bera af …. eru góðu gæjarnir á túrnum. Sjá má góðu gæja lista Golf Digest (þ.e. þá 30 sem lentu efstir á blaði) með því að SMELLA HÉR: Þessi listi er ekki hugdetta einhvers fréttamannsins á Golf Digest þannig að hann hafi bara valið einhverja sem komu vel fyrir eða litu á yfirborðinu út fyrir að vera góðir gaurar -Nei, gerð var umfangsmikil skoðunarkönnun meðal þeirra sem þurfa að umgangast toppkylfinga heims reglulega menn s.s. mótsstjóra, kylfubera, starfsfólk búningsherbergja, sjálfboðaliða í golfmótum, fjölmiðlafólk, golfvallarstarfsmenn aðra leikmenn á túrnum, golfframkvæmdastjóra, styrktaraðila o.s.frv. Það sem ofangreindir Lesa meira










