Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2013 | 12:45

Glæsihýsi Rory í Flórída

Tvöfaldur risamótsmeistari í golfi Rory McIlroy og kæresta hans Caroline Wozniacki fluttu s.l. jól inn í nýtt hús í Jupiter, Flórída.

Golf 1 var fyrst með fréttina um flutning Rory til Flórída en sjá má þá frétt  með því að SMELLA HÉR: 

Meðal nágranna Rory og Caro  í Flórída eru Tiger og Lindsey Vonn. 

Nú má finna á vefsíðu PGA Tour myndskeið þar sem Rory sýnir nýja húsið en ein aðaláherslan er á nýju BOSE græjurnar hans og segir Rory m.a. á einum stað í myndskeiðinu hveru stór þáttur tónlistin sé í lífinu og gott að geta notið hennar í bestu fáanlegum græjum og slakað á fyrir mót að hlusta á hana. Einnig sýnir hann okkur jólagjöfina frá Caroline.

Hús Rory er í dæmigerðum minimalista stíl, stílhreint og fágað – hvítt, svart…. glæsiegt en það er besta að skoða herlegheitin sjálf.

Til þess að sjá myndskeið af glæsihýsi Rory í Júpiter, Flórída SMELLIÐ HÉR: