Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2013 | 11:00

Rory með írskan mat á PGA Champ Dinner

Í gær fór fram „Champions Dinner“ í Oak Hill Country Club í Rochester, New York, en þar hefst á morgun 4. og síðasta risamót ársins: PGA Championship.

Það er nr. 3 á heimslistanum Rory McIlroy sem á titil að verja og skv. hefð fékk hann að ráða matseðlinum á Champions Dinner en þar voru írsk áhrif allsráðandi.

Það sem hann bauð m.a. Jack Nicklaus og Lee Trevino upp á, en þeir voru sérstakir gestgjafar golfgoðsagna þarna í dinnernum, var geitaosta og rauðbeðusalat í forrétt.

Aðalréttur Rory rann ljúflega niður í matargesti en hann bauð upp á „Duet of Irish Beef Tenderloin“ með írskum djúpsteiktum sveppum.

Þess mætti geta að þegar Pádraig Harrington vann PGA Championship 2008 og valdi matseðilinn árið eftir þá gætti líka írskra tóna, en hann bauð kylfingsgestum sínum upp á írskan nautakjötspottrétt í Guinness.

Ekki fylgdi sögunni hvað hafi verið í dessert. Skyldu það hafa verið Baileys Irish Cream trufflur og Irish Coffee?

Hér fylgir a.m.k. ein syndsamlega góð einföld uppskrift af Baileys Irish Cream Trufflum:

1-truffles

300 gr. suðusúkkulaði (3 plötur)
3 msk  rjómi
1 msk ósaltað smjör
2 eggjarauður
1/4 bolli (u.þ.b. 60 ml) Baileys Irish Cream

Leiðbeiningar: 

1. Bræðið súkkulaði, Baileys og rjóma saman á mjög lágum hita.

2. Blandið saman við einni og síðan hinni eggjarauðunni þ.e. einni í einu.

3. Bætið síðan smjörinu við

4. Kælið yfir nótt, eða þar til súkkulaðimassinn er orðinn stífur

5. Mótið litlar kúlur með skeið.

6. Rúllið kúlunum upp í flórsykri EðA kakó, EÐA hökkuðum möndlum/ hnetum EÐA dýfið í 70% bráðið súkkulaði og sprautið síðan yfir með hvítu súkkuði eftir að hjúpurinn er harðnaður eða öfugt hjúpið með hvítu súkkulaði og notið 70% súkkulaðið til að gera yrjur á trufflurnar (síðastgreinda mesta fyrirhöfnin) – allt eftir smekk!