Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2013 | 10:00

GSE: Arnfríður og Siggeir sigruðu – Ársæll fór holu í höggi á Opna Setbergsmótinu

Opna Setbergsmótið fór fram á Setbergsvelli í Hafnarfirði á frídegi verslunarmanna 5. ágúst 2013 s.l.

Þátttakendur í mótinu voru 90 þar af 81 karl- og 9 kvenkylfingar.

Leikformið var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf og fyrir það síðarnefnda veitt verðlaun fyrir 5 efstu sætin en 1 verðlaun fyrir besta skor.

Á besta skorinu í mótinu varð Siggeir Vilhjálmsson, GO en hann lék Setbergsvöll á 77 höggum – fékk 1 fugl, 11 pör og 6 skolla.

Siggeir Vilhjálmsson, GO. Mynd: Í einkaeigu

Siggeir Vilhjálmsson, GO. Mynd: Í einkaeigu

Efstu 5 í punktakeppninni urðu:

1 Arnfríður I Grétarsdóttir GG 17 F 17 20 37 37 37
2 Haraldur Árnason GK 17 F 20 16 36 36 36
3 María Sverrisdóttir GK 21 F 14 21 35 35 35
4 Kristinn Þorsteinsson GK 12 F 17 18 35 35 35
5 Högni Friðþjófsson GSE 7 F 17 17 34 34 34

Nándarverðlaun:

2. og 11. holu: Örn Andrésson 3,97 m.
8. holu: Árni Björn Erlingsson 4,93 m.

Ársæll Guðmundsson, GK, fór holu í höggi á Opna Setbergsmótinu á 5/14. holu.

Golf 1 óskar Ársæli til hamingju með draumahöggið!!!