Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2013 | 13:00

EM: Haraldur Franklín á 75 á 1. degi

Haraldur Franklín Magnús, GR, var fyrstur íslensku kylfinganna 3, sem þátt taka á Evrópumóti einstaklinga til að ljúka leik, en mótið hófst í Barcelona, Spáni, í dag. Leikið er á golfvelli Real Club De Golf El Prat. Þátttakendur eru 145.

Hér er um einstaklingskeppni að ræða en ekki liðakeppni.

Haraldur Franklín lék 1. hring í mótinu á 3 yfir pari, 75 höggum og fékk 2 fugla, 2 skolla og 1 slæman skramba sem gott hefði verið að vera laus við en hann kom á reyndar óvænt á par-3 3. holu El Prat, sem reyndar er ekki sú erfiðasta á vellinum. Árans óheppni þetta!!!

Axel Bóasson, GK, var að klára rétt í þessu á 9 yfir pari, 81 höggi og á greinilega ekki draumahringinn – en samt nóg eftir af mótinu!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson fór út kl. 13:40 að staðartíma (kl. 11:40 að íslenskum tíma).  Ekki var búið að uppfæra skor þegar fréttin var skrifuð, en Guðmundur Ágúst lauk 1. hring á 5 yfir pari, 77 höggum.

Sjá má skor keppenda á International European Amateur Championship 2013 (EM einstaklinga upp á íslensku) með því að SMELLA HÉR: