Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2013 | 14:00

15. risamótstitill Tiger í uppsiglingu?

Tiger Woods þykir meðal þeirra sigurstranglegustu til þess að sigra á PGA Championship, 4. og síðasta risamóti ársins 2013.

En er 15. risatitill hans í uppsiglingu?

Tiger sagði m.a á blaðamannafundi að leikur hans væri í góðu lagi þessa stundina.  Síðan spáir hann í Oak Hill völlinn sérstaklega seinni 9 og segir fuglafærin einkum vera á 11., 13. og 14. holunum en 17. og 18. verði erfiðari að eiga við.

Það verður gaman að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari 4. risamóts ársins  – PGA Championship – n.k. sunnudag. Verður það sjóðandi heitur Tiger í þetta sinn?

Sjá má myndskeið af Tiger á blaðamannafundi fyrir PGA Championship risamótið með því að  SMELLA HÉR: