Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2013 | 10:00

Micheel tekur aftur þátt í PGA Championship

Einn óvæntasti sigurvegarinn í sögu PGA Championship er eflaust Shaun Micheel, sem vann PGA Championship fyrir nákvæmlega 10 árum síðan, með frábæru höggi með 7-járninu sínu sem lenti nokkra cm frá stöng á 18. flöt.

Sigurinn á PGA risamótinu er jafnframt eini sigur Micheel á PGA Tour, en ýmsir andlegir kvillar og axlarmeiðsli hafa m.a. hamlað því að hann hafi tekið þátt í mótum.

En nú tekur Micheel að nýju þátt í PGA Championship risamótinu.

Hann viðurkennir að hann sé hræddur að taka þátt núna, vegna æfingaleysis en hlakkar jafnframt til að fá að endurlifa sigurinn fyrir 10 árum.

„Ég endurlifi siguraugnablikið aftur og aftur, ég geri það virkilega og að geta deilt því með konu minni á morgun (þ.e. í dag), er nokkuð sem ég mun aldrei nokkurn tímann gleyma,“ sagði Micheel m.a. í skemmtilegu viðtali og ítarlegri grein PGA sem sjá má með því að SMELLA HÉR: