Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2013 | 04:00

GVS: Artdeco mótið n.k. laugardag

N.k. laugardag fer fram hið árlega Artdeco kvennamót.

Nú eru síðustu forvöð að skrá sig á eitt glæsilegasta KVENNAGOLFMÓT ársins !

Helstu upplýsingar:
Dagsetning: 10. ágúst 2013
Fyrirkomulag: Almennt
Völlur: Kálfatjarnarvöllur
Skráning: 15.07.13 – 09.08.13 eða með því að

SMELLA HÉR: 

Mótsgjöld: Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu.
Allar konur : 4500 ISK.

Upplýsingar

Glæsilegt kvennamót sem er í boði Artdeco á íslandi ehf. Nánari upplýsingar um Artdeco snyrtivörurnar finnurðu á heimasíðu Artdeco: www.artdeco.de

Keppt verður í punktakeppni með forgjöf hámarks leikforgjöf 28 og höggleik án forgjafar, ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum. Verðlaun: Punktakeppni

1. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 30.000,-

2. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 26.000,-

3. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 20.000,-

4. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 16.000,-

5. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 10.000,-

6. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 5.000,-

Besta skor án fgj.. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 30.000,-

Að auki verða veitt verðlaun fyrir: Lengsta teighögg á 6/15 braut að verðmæti kr. 15.000,-

Nándarverðlaun á 3/12 holu að verðmæti kr. 15.000,-

Teiggjafir: Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 3.700,-

Dregið verður úr 10 skorkortum í mótslok og er hver vinningur að verðmæti kr. 4.200,-

Boðið er upp á gúllassúpu m/brauði ásamt drykk að leik loknum. Mótsgjald kr. 4.500,-