Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2013 | 11:15

Eimskipsmótaröðin (5): Birgir Leifur lék Leirdalinn á 76 á 1. degi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG,  tekur þátt í 5. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, sem hófst á heimavelli hans, Leirdalsvelli í morgun.

Hann var í 1. ráshóp og var rétt í þessu að ljúka 1. hring og kom í hús á 5 yfir pari, 76 höggum.

Á hringnum fékk Birgir Leifur 1 fugl, 13 pör, 2 skolla og 2 skramba.

Sjá má skor keppenda í Símamótinu á 1. degi með því  SMELLA HÉR: