Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2013 | 20:30

Frábærar fyrri 9 hjá Adam Scott

Masterssigurvegarinn 2013 Adam Scott er að sýna stórleik á fyrri 9, á 1. hring PGA Championship risamótinu, sem hófst í NY í dag.

Austurvöllur (East Course) Oak Hill er par-70, 35 á fyrri og 35 á seinni.

Scott lék fyrri 9 á 5 undir pari, 30 höggum fékk 5 fugla í röð á holum 4-8!!!!

Scott er nú þegar þetta er ritað búinn að spila 11 holur og er enn jafn í efsta sæti ásamt Jim Furyk, sem sýndi stórleik í dag; báðir á 5 undir pari.

Það verður gaman að sjá hvort Scott heldur út næstu 8 holur og tekst jafnvel að hrifsa efsta sætið af Furyk!

Til þess að fylgjast með 1. hring PGA Championship á skortöflu SMELLIÐ HÉR: