Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2013 | 17:45

Sunna tók bronsið

Sunna Víðisdóttir, GR, Íslandsmeistari í höggleik 2013,  varð í 3. sæti  á RB German Junior, en mótið er hluti af World Junior Golf Series.

Mótið fór fram í Golfclub Heddesheim Gut Neunzendorf í Þýskalandi, dagana 6.-8. ágúst og lauk því í dag. Þátttakendur voru 26 í flokki Sunnu.

Sigurvegari mótsins varð Csilla Lajtai Rózsa , frá Ungverjalandi, á samtals 9 undir pari, 207 höggum (70 67 70) og í 2. sæti varð 1 höggi á eftir Lynn Carlsson, frá Svíþjóð.

Sunna var sem segir í 3. sæti og deildi því sæti með Michaelu Fletcher frá Suður-Afríku, en báðar léku þær á 1 undir pari, 215 höggum; Sunna (71 74 70) og Michaela (72 69 74).

Glæsilegur árangur hjá Sunnu!

Til þess að sjá úrslitin í RB German Junior SMELLIÐ HÉR: