Íslandsbankamótaröðin (6): Ólöf María efst í stelpuflokki eftir 1. dag
Það er Íslandsmeistarinn í holukeppni í stelpuflokki og klúbbmeistari GHD 2013, Ólöf María Einarsdóttir úr Golfklúbbnum Hamri á Dalvík, sem er efst eftir í stelpuflokki á Íslandsmótinu í höggleik, sem hófst í dag á Hólmsvelli í Leiru. Ólöf María lék á 15 yfir pari, 87 höggum, fékk 7 pör, 7 skolla og 4 skramba. Vel gert hjá Ólöfu Maríu í „Leirulogninu“ sem var í dag! Í 2. sæti er „heimakonan“ Kinga Korpak, GK á 20 yfir pari, 92 höggum og í 3. sæti er Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR, á 22 yfir pari, 94 höggum. Sjá má stöðuna í stelpuflokki á Íslandsmótinu í höggleik unglinga hér að neðan: 1 Ólöf María Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (6): Karen Ósk leiðir eftir 1. dag í telpnaflokki
Karen Ósk Kristjánsdóttir, GK, leiðir í telpnaflokki eftir 1. dag Íslandsmótsins í höggleik unglinga, sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Karen Ósk lék á 10 yfir pari, 82 höggum; á hring þar sem hún fékk 2 fugla, 7 pör, 6 skolla og 3 skramba. Í 2. sæti er Ragnhildur Kristinsdóttir, GR,á 11 yfir pari, 83 höggum og í 3. sætinu er enn einn keppandinn úr Golfklúbbi Reykjavíkur, Saga Traustadóttir, GR, sem á titil að verja en hún lék á 13 yfir pari. Fjórða sætinu deila síðan Thelma Sveinsdóttir, GK og Birta Dís Jónsdóttir, GHD, báðar á 15 yfir pari, 87 höggum. Sjá má stöðuna eftir 1. dag í telpnaflokki Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (6): Anna Sólveig leiðir eftir 1. dag í stúlknaflokki
Það er Anna Sólveig Snorradóttir, GK, sem leiðir í stúlknaflokki eftir 1. dag 6. móts Íslandsbankamótaraðarinnar, Íslandsmótinu í höggleik unglinga. Anna Sólveig lék á 6 yfir pari, 78 höggum, á hring þar sem hún fékk 12 pör og 6 skolla. Í 2. sæti 3 höggum á eftir Önnu Sólveigu eru þær Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og Sara Margrét Hinriksdóttir, GK, báðar á 9 yfir pari, 81 höggi, hvor. Í 4. sæti er Bryndís María Ragnarsdóttir, GK á 10 yfir pari, 82 höggum og í 5. sæti er Særós Eva Óskarsdóttir, á 14 yfir pari, 86 höggum. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Íslandsmótinu í höggleik unglinga í stúlknaflokki hér að Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (6): Ísak efstur í piltaflokki eftir 1. dag
Ísak Jasonarson, GK, lék best allra í piltaflokki á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem hófst á Hólmsvelli í Leiru í dag, 9. ágúst 2013. Ísak var á 1 yfir pari, 73 höggum á hring þar sem hann fékk 3 fugla, 11 pör og 4 skolla. Í 2. sæti eftir 1. dag eru Eiður Ísak Broddason, NK og Stefán Þór Bogason, GR á 3 yfir pari, 75 höggum. Fjórða sætinu deila síðan Gústaf Orri Bjarkason, GK og Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, báðir á 4 yfir pari, 77 höggum. Alls eru keppendur í piltaflokki 28 og má sjá heildarúrslit eftir 1. dag hér fyrir neðan: 1 Ísak Jasonarson GK 5 F 37 36 Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (5): Signý í forystu í kvennaflokki eftir 1. dag
Signý Arnórsdóttir, GK, lék best allra 18 keppendanna í kvennaflokki á 5. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu. Signý lék á samtals 1 yfir pari, 72 höggum á hring þar sem hún fékk 4 fugla, 10 pör og 3 skolla og 1 skramba. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Signýju er Íslandsmeistarinn í höggleik, Sunna Víðisdóttir, GR, en hún lét á 2 yfir pari, 73 höggum og fékk 2 fugla, 12 pör og 4 skolla. Í 3. sæti eru klúbbmeistari GS 2013 , Karen Guðnadóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, en þær léku báðar á 6 yfir pari, 77 höggum. Í 5. sæti er síðan „heimakonan“ Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, á 8 Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (5): Ólafur Björn leiðir eftir 1. dag – hann var sá eini sem lék undir pari!
Ólafur Björn Loftsson, NK, leiðir á 5. stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, eftir 1. dag. Hann var jafnframt sá eini sem skilaði skori undir pari! Ólafur Björn lék á 1 undir pari, 70 höggum, en engum keppendanna 48 tókst að brjóta 70 í dag. Á hringnum fékk Ólafur Björn tvo skolla (á fyrri hring þ.e. par-5 3. brautina og par-4 6. brautina) en fór síðan í gang á seinni 9 þar sem hann fékk 3 fugla ( á par-5 12. brautinni, par-5 14. brautinni og par-3 17. brautinni). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Rúnar Arnórsson, GK, á sléttu pari 71 höggi – en á hringnum fékk Rúnar glæsiörn Lesa meira
Afmæliskylfingur dagins: Guðmundur Hannesson – 9. ágúst 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Guðmundur Hannesson. Guðmundur er fæddur 9. ágúst 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Guðmundur er í Golfklúbbi Reykjavíkur og er með 24 í forgjöf. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sven Strüver, 9. ágúst 1967 (46 ára); Patrick Sheehan, 9. ágúst 1969 (44 ára); Sophie Walker (ensk- spilar á LET), 9. ágúst 1984 (29 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Eimskipsmótaröðin (5): Guðjón Henning með frábæran örn
„Heimamaðurinn“ Guðjón Henning Hilmarsson, GKG tekur þátt í 5. móti Eimskipsmótaraðarinnar á Leirdalsvelli, heimavelli sínum í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hann er nú þegar þetta er ritað kl. 13:38 búinn að spila 15 holur og hefir tekið forystuna í karlaflokki á 3 undir pari. Forystunni náði Guðjón Henning með glæsierni á par-5 14. braut Leirdalsvallar. Að öðru leyti er Guðjón Henning auk arnarins búinn að fá 2 fugla, 11 pör og 1 skolla og 3 holur óspilaðar. Tekst Guðjóni Henning að halda forystunni? Fylgist með Símamótinu með því að SMELLA HÉR:
Íslandsbankamótaröðin (6): Íslandsmót unglinga í höggleik hófst í Leirunni í morgun
Íslandsmót unglinga í höggleik hófst í morgun en það er að þessu sinni leikið á Hólmsvelli og er í umsjá Golfklúbbs Suðurnesja. Mótið er sjötta stigamót sumarsins á Íslandsbankamótaröðinni; leiknar eru 54 holur á þremur dögum. Keppt í sex aldursflokkum, fullt er í mótið og myndast hafa biðlistar í nokkra flokka. Samhliða Íslandsmótinu þá heldur Golfklúbbur Sandgerðis mót á Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Ríflega 60 kylfingar eru þar skráðir til leiks og leika þeir 36 holur sem er nýung á þessari mótaröð en venjulega leiknar 18 holur. Mótið fer fram laugardag og sunnudag. Áskorendamótaröðin er ætluð þeim kylfingum sem ekki ná inn á Íslandsbankamótaröðina vegna fjölda takmarkanna. Flokkar: Stelpur 14 ára og Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (5): Bjarki byrjar vel
Bjarki Pétursson, GB, byrjar vel á 5. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, sem hófst í morgun. Hann er að vísu aðeins búinn að spila 3 holur, en þar hefur honum tekist að fá 2 fugla og leiðir því í karlaflokki á 2 undir pari, sem stendur. Fuglar Bjarka komu á par-4 1. holunni og par-5 3. holu Leirdalsvallar. Vonandi að næstu 15 holur spilist eins hjá Bjarka! Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. degi Símamótsins SMELLIÐ HÉR:








