Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2013 | 20:00

EM: Guðmundur Ágúst bestur á 2. degi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, lék best íslensku keppendanna á EM einstaklinga í Barcelona í dag.

Guðmundur Ágúst lék á 76 höggum í dag, fékk 2 fugla, 11 pör, 4 skolla og 1 slæman skramba, sem gott hefði verið að losna við. Samtals er Guðmundur Ágúst búinn að spila á 9 yfir pari, 153 höggum (77 76).

Hann er þar með búinn að jafna við Harald Franklín Magnús, GR, sem lék á 78 höggum í dag, fékk 2 fugla, 8 pör og 8 skolla og er líka á 9 yfir pari (75 78) eins og Guðmundur Ágúst.  Báðir eru þeir jafnir 7 öðrum í 85. sæti mótsins.

Axel Bóasson, GK, er ekki að finna sig í mótinu, búinn að spila á samtals 17 yfir pari, 161 höggi (81 80) og deilir 133. sætinu af 145 með 3 öðrum.

Eftir hringinn á morgun verður skorið niður og aðeins 60 efstu halda áfram.  Golf1 óskar íslensku strákunum góðs gengis!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á EM einstaklinga SMELLIÐ HÉR: