Steve Stricker.
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2013 | 18:00

Góðu gæjarnir á PGA

Golf Digest tók nú nýlega saman lista yfir þá 30 leikmenn á PGA Tour sem þykja bera af …. eru góðu gæjarnir á túrnum.  Sjá má góðu gæja lista Golf Digest (þ.e. þá 30 sem lentu efstir á blaði) með því að SMELLA HÉR: 

Þessi listi er ekki hugdetta einhvers fréttamannsins á Golf Digest þannig að hann hafi bara valið einhverja sem komu vel fyrir eða litu á yfirborðinu út fyrir að vera góðir gaurar  -Nei,  gerð var umfangsmikil skoðunarkönnun meðal þeirra sem þurfa að umgangast toppkylfinga heims reglulega menn s.s. mótsstjóra, kylfubera, starfsfólk búningsherbergja, sjálfboðaliða í golfmótum, fjölmiðlafólk, golfvallarstarfsmenn aðra leikmenn á túrnum, golfframkvæmdastjóra, styrktaraðila o.s.frv.

Það sem ofangreindir aðilar voru beðnir að gera var að gefa PGA Tour leikmönnum einkunn (frá 0 (verst) – 10 (best)  hvað snerti:

1. Örlæti, það hversu mikið er gefið til góðgerðarstofnanna en var ekki bara litið á upphæð tékkanna heldur beina þátttöku viðkomandi kylfings.

2. Hversu góðir stórkylfingarnir voru við „litla fólkið“ (OK bein, ömurleg þýðing á „the little people“ ekki var meiningin að gera lítið úr neinum þetta var bara svona í grein Bleacher Report m.a. (sjá hér fyrir neðan) – átt er við  sjálfboðaliðana, dómara, starfsfólk golfvalla, ökumenn golfbíla o.s.frv.)

3. Hversu vingjarnlegar stjörnurnar voru við áhangendur sína.

4. Hversu vingjarnlegar stórstjörnurnar væru þegar kastljós fjölmiðla væri ekki á þeim

5. Hversu miklar fyrirmyndir stórstjörnurnar væru

6. Hvernig viðkomandi stórstjörnu gengi að umgangast fjölmiðla/þolið á fjölmiðlum

7. Hæfileika viðkomandi stórstjörnu að hafa stjórn á hópum sem fylgja þeim (á golfmótum – ganga með þegar keppnir standa yfir)

Sá sem er besti gæinn … og kemur e.t.v. fáum á óvart er Steve Stricker (með 9.25 í einkunn)

Það sem vekur nokkra athygli er fjarvera ýmissa stórra nafna í golfheiminum frá listanum þ.e. einkum Tiger, Ernie Els og Vijay Singh.

Tiger hefir eflaut skorað lágt því hann hefir alla tíð átt í erfiðleikum með fjölmiðla og reyndar einnig áhangendur.  Hann þykir ekki beinlínis óvingjarnlegur en fremur fjarlægur og vill halda sig fyrir sig.

Vijay er m.a. þekktur fyrir að vilja æfa sig þar til langt fram eftir á kvöldin og hefir eflaust ekki skorað hátt hjá vallarstarfsmönnum, sem þurfa að bíða eftir að Vijay fer af svæðinu til þess að geta gengið frá öllu og þurfa síðan að mæta eldsnemma til að hafa allt til reiðu. Vijay þykir líka hafa ansi stórt skap, sem m.a. hefir bitnað á öðrum leikmönnum sem spilað hafa með honum (og hann hefir eflaust ekki skorað hátt meðal þeirra). Hvað Ernie Els snertir þá hreinlega er ekkert vitað af hverju hann er ekki ofar á listanum? Hann hefir m.a. gefið milljónir bandaríkjadala til góðgerðarsamtaka sem styðja rannsóknir á einhverfu (vegna þess að sonur hans er einhverfur) Hvað örlætið snertir ætti hann allaveganna að hafa skorað hátt… en það sama mætti reyndar segja um Tiger og Vijay …. Þó ekki sé vitað hversu mikið þeir taka beinlínis þátt sjálfir, þ.e. gefa af sjálfum sér.

Meðal annarra sem eru fjarverandi af listanum, en virðast þó svo góðir eða góðlegir eru m.a. Bubba Watson, Hunter Mahan,  Jason Dufner og Martin Kaymer svo einhverjir séu nefndir.

Einn golffjölmiðill hefir orðið til að gagnrýna þessa flokkadrætti í „góða gæja“ þar sem m.a. fjölmargir sem eru góðir séu ekki með á listanum. Best að þið lesið greinina í Bleacher Report sjálf SMELLIÐ HÉR: