Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2013 | 22:30

7 kg

Það er ýmislegt sem rekist er á þegar leitað er að góðu og heilnæmu efni fyrir lesendur Golf 1 á netinu.  Hér er ein grein sem Golf 1 rakst á þegar verið var að leita að vönduðu efni fyrir lesendur Golf 1. Eftir lesturinn tók golfhjartað kipp og roðnaði maður næstum af reiði yfir dónaskapnum.  Greinin fannst á www.heilsa.is og þar var verið að fjalla um nauðsyn þess að Íslendingar leggi af.  Hér fer greinin: Megrun Komið er nýtt hugtak innan læknisfræðinnar um flokk sjúkdóma, sem eru að verða að faraldri í hinum vestræna heimi.  Hér er átt við hina svokölluðu lífstílssjúkdóma.  Þessir sjúkdómar stafa af röngu mataræði, reykingum, hreyfingaleysi, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2013 | 16:45

Eimskipsmótaröðin (5): Birgir Leifur með glæsilegt vallarmet í Leirunni 64 högg!!! – Er efstur eftir 2. dag!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, setti í dag glæsilegt vallarmet á Leirdalsvelli á 2. degi Símamótsins, 5. móts Eimskipsmótaraðarinnar. Birgir Leifur lék á 7 undir pari 64 höggum; fékk 8 fugla, 9 pör og 1 skolla!!! Birgir byrjaði vel, fékk 3 fugla í röð á fyrstu 3 holunum og bætti síðan við fuglum á par-4 5. holunni; 11. og 12. braut, 14. og 15. braut, en síðan kom skolli á síðustu holu.  Frábært skor hjá Birgi Leif!!!!  Samtals er Birgir Leifur á 2 undir pari (76 64) – bætti sig um heil 12 högg frá því í gær milli hringja!!!  Birgir Leifur er sá eini á samanlögðu skori undir pari á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2013 | 16:00

Eimskipsmótaröðin (5): Signý efst eftir 2. dag

Signý Arnórsdóttir, GK, er efst eftir 2. dag 5. móts Eimskipsmótaraðarinnar í kvennaflokki, lék á 4 yfir pari, 75 höggum. Á hringnum góða fékk Signý 1 fugl, 12 pör  og 5 skolla. Í 2. sæti 3 höggum á eftir Signý er Karen Guðnadóttir, klúbbmeistari GS, en hún er samtals búin að spila á 8 yfir pari, 150 höggum (77 73). Í 3. sæti er síðan Sunna Víðisdóttir, sem lék veik í dag en reyndi að harka af sér, en allt kom fyrir ekki skor Íslandsmeistarans okkar var 10 yfir par, 82 högg.  Samtals er Sunna búin að spila á 12 yfir pari, (73 81).  Það er vonandi að Sunna nái Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2013 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingimar Waldorff – 10. ágúst 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Ingimar Waldorff. Ingimar er fæddur 10. ágúst 1974 og er því 39 ára í dag. Ingimar er í Golfklúbbi Grindavíkur og hefir m.a. gegnt starfi gjaldkera klúbbsins.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Ingimar Waldorff (39 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Gabrielle Keiller, f. 10. ágúst 1908 – d. 23. desember 1995;  Maria Combs, 10. ágúst 1951 (62 ára); [James] Kenneth Perry, 10. ágúst 1960 (53 ára);  Lori Tatum, 10. ágúst 1967 (46 ára);  Martin Quinney,  10. ágúst 1971 (42 ára) …. og ….. Galtarviti Keflavik (93 ára) Þóra Kristín Ásgeirsdóttir (47 ára) Ellý Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2013 | 11:30

Tiger vonsvikinn eftir slakt gengi á 2. hring PGA Championship

Tiger Woods var vonsvikinn og allt að því pirraður eftir 2. hring PGA Championship. Hann var að pútta illa og missti flugið og hinir eru komnir með gott forskot á hann.  Tiger aðeins í 38. sæti þegar mótið er hálfnað. Honum var hampað sem sigurstranglegustum sérstaklega eftir glæsiframmistöðu hans á Firestone um síðustu helgi. Nei, hann varð virkilega að hafa fyrir parinu sínu í gær! „Augljóslega verð ég að vera á góðu skori um helgina,“ sagði Tiger við blaðamenn eftir vonbrigðahringinn. „Þessi golfvöllur er býsna mjúkur.  Það er hægt að skora. Það verður bara að halda boltanum í leik og vera nær holu svo ég geti verið aggressívur í púttunum.“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2013 | 11:00

LET: Cabanillas leiðir í Tékklandi

Dagana 9.-11. ágúst fer fram Honma Pilsen Golf Masters, í Golf Park Plzn, Dysina, Prag, í Tékklandi og er mótið jafnframt mót vikunnar á LET (Evrópumótaröð kvenna). Forystukona fyrsta dags er hin spænska Laura Cabanillas. Hún  spilaði völlinn í Plzn á glæsilegum 9 undir pari, 62 höggum á hring þar sem hún fékk örn og 7 fugla og 10 pör, missti sem sagt hvergi högg! Öðru sætinu eftir 1. dag deildu þær Alison Whitaker frá Suður-Afríku og Jade Shaeffer frá Frakklandi tveimur höggum á eftir eða á 7 undir pari,  64 höggum. Nokkra athygli vekur að meðal keppenda er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Ai Miyazato, en hún lék Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2013 | 23:03

Jason Dufner leiðir þegar PGA Championship er hálfnað

Jason Dufner átti glæsihring á Austurvelli (ens. East Course) í Oak Hill CC í Rochester, NY í dag, en þar fer 4. og síðasta risamót ársins hjá karlkylfingunum fram. Dufner setti nýtt vallarmet, var á 7 undir pari, 63 höggum, en það fyrra var 64 högg.  Hann jafnaði jafnframt risamótametskorið, sem er 63 högg á hring.  Aðeins 24 kylfingum (að Dufner meðtöldum) hefir nú tekist að vera á 63 höggum í risamóti í 26 skipti, en Vijay Singh og Greg Norman eru þeir einu, sem hefir tekist það tvisvar.  (Töfraskorinu 63 hefir aðeins 2 sinnum verið náð á The Masters (sjaldnast); 4 sinnum á US Open; 8 sinnum á Opna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2013 | 20:45

Íslandsbankamótaröðin (6): Kristófer Orri á besta skori Íslandsmótsins á 1. degi!!!

Kristófer Orri Þórðarson, GKG, lék Hólmsvöll í Leiru á glæsilegum 3 undir pari, 69 höggum og er það því efsti maður í drengjaflokki sem er á besta skori 1. dags á Íslandsmótinu í höggleik unglinga. Kristófer Orri fékk hvorki fleiri né færri en 5 fugla, 11 pör og 2 skolla og glæsiskor upp á 69 högg!!! Í 2. sæti á litlu síðra skori er klúbbmeistari Golfklúbbsins Keilis 2013, Birgir Björn Magnússon, en hann lék Leiruna á 1 undir pari, 71 höggi!  Á hring sínum fékk Birgir Björn 4 fugla, 11 pör og 3 skolla. Í 3. sæti í drengjaflokki eru síðan 3 sem allir léku á parinu í dag: Gísli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2013 | 20:30

Íslandsbankamótaröðin (6): Kristján Benedikt og Arnór Snær efstir í strákaflokki

Það eru Kristján Benedikt Sveinsson, GHD, og Íslandsmeistarinn í holukeppni í strákaflokki 2013, Arnór Snær Guðmundsson, GHD sem eru efstir og jafnir í strákaflokki á Íslandsmótinu í höggleik unglinga, sem hófst í dag á Hólmsvelli í Leiru. Kristján Benedikt og Arnór Snær léku báðir Leiruna á 2 yfir pari, 74 höggum!  Kristján Benedikt fékk m.a. glæsiörn á par-4 10. holu Hólmsvallar, en auk þess 2 fugla 9 pör og 6 skolla.  Arnór Snær 3 fugla og 3 skolla, en síðan slæman skramba á par-3 13. brautina, þessa með vatnið fyrir framan! Í 3. sæti er Kristófer Karl Karlsson, GKJ, á 3 yfir pari, 75 höggum og í 4. sæti er Sigurður Arnar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2013 | 18:45

EM: Guðmundur Ágúst komst einn Íslendinganna í gegnum niðurskurð!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, var einn íslensku keppendanna á EM einstaklinga á El Prat í Barcelona, sem komst í gegnum niðurskurð og fær að leika lokahringinn í mótinu á morgun.  Stórglæsilegt hjá Guðmundi Ágúst!!! Guðmundur Ágúst lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (77 76 72) og má segja að glæsilokahringur hans á sléttu pari, 72 höggum  hafi ráðið úrslitum um að hann komst í gegnum niðurskurð.  Guðmundur Ágúst deilir sem stendur 48. sætinu, en 61 efstu komust í gegnum niðurskurð. Niðurskurður var miðaður við 10 yfir pari. Minnstu munaði að Haraldur Franklín Magnús, GR, kæmist t í gegn en hann lék á 12 yfir pari, 228 höggum (75 Lesa meira