Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2013 | 20:30

Íslandsbankamótaröðin (6): Kristján Benedikt og Arnór Snær efstir í strákaflokki

Það eru Kristján Benedikt Sveinsson, GHD, og Íslandsmeistarinn í holukeppni í strákaflokki 2013, Arnór Snær Guðmundsson, GHD sem eru efstir og jafnir í strákaflokki á Íslandsmótinu í höggleik unglinga, sem hófst í dag á Hólmsvelli í Leiru.

Kristján Benedikt og Arnór Snær léku báðir Leiruna á 2 yfir pari, 74 höggum!  Kristján Benedikt fékk m.a. glæsiörn á par-4 10. holu Hólmsvallar, en auk þess 2 fugla 9 pör og 6 skolla.  Arnór Snær 3 fugla og 3 skolla, en síðan slæman skramba á par-3 13. brautina, þessa með vatnið fyrir framan!

Í 3. sæti er Kristófer Karl Karlsson, GKJ, á 3 yfir pari, 75 höggum og í 4. sæti er Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, á 5 yfir pari, 77 höggum.  Í 5. sæti er síðan Þorgeir Örn Sigurbjörnsson, GÓ, á 7 yfir pari, 79 höggum og í 6. sæti er Ingvar Andri Magnússon, GR á 8 yfir pari, 80 höggum.

Sjá má heildarstöðuna eftir 1. dag í strákaflokki á Íslandsmótinu í höggleik hér að neðan:

1 Kristján Benedikt Sveinsson GHD 1 F 42 32 74 2 74 74 2
2 Arnór Snær Guðmundsson GHD 1 F 38 36 74 2 74 74 2
3 Kristófer Karl Karlsson GKJ 7 F 39 36 75 3 75 75 3
4 Sigurður Arnar Garðarsson GKG 6 F 38 39 77 5 77 77 5
5 Þorgeir Örn Sigurbjörnsson 5 F 40 39 79 7 79 79 7
6 Ingvar Andri Magnússon GR 2 F 42 38 80 8 80 80 8
7 Ingi Rúnar Birgisson GKG 6 F 43 38 81 9 81 81 9
8 Sigurður Már Þórhallsson GR 5 F 43 38 81 9 81 81 9
9 Þór Breki Davíðsson GK 15 F 43 38 81 9 81 81 9
10 Ragnar Már Ríkarðsson GKJ 7 F 43 38 81 9 81 81 9
11 Aron Atli Bergmann Valtýsson GK 6 F 42 40 82 10 82 82 10
12 Magnús Friðrik Helgason GKG 9 F 42 41 83 11 83 83 11
13 Birkir Orri Viðarsson GS 8 F 45 39 84 12 84 84 12
14 Jón Gunnarsson GKG 10 F 44 40 84 12 84 84 12
15 Óskar Marinó Jónsson GS 4 F 44 41 85 13 85 85 13
16 Páll Orri Pálsson GS 9 F 46 40 86 14 86 86 14
17 Ólafur Andri Davíðsson GK 9 F 45 41 86 14 86 86 14
18 Sólon Baldvin Baldvinsson GKG 9 F 45 41 86 14 86 86 14
19 Björgvin Franz Björgvinsson GKJ 12 F 42 44 86 14 86 86 14
20 Viktor Ingi Einarsson GR 9 F 40 46 86 14 86 86 14
21 Valur Þorsteinsson GKJ 14 F 46 41 87 15 87 87 15
22 Jón Arnar Sigurðarson GKG 13 F 47 41 88 16 88 88 16
23 Elvar Már Kristinsson GR 9 F 46 42 88 16 88 88 16
24 Sigurður Bjarki Blumenstein GR 9 F 44 44 88 16 88 88 16
25 Aron Máni Alfreðsson GL 10 F 43 45 88 16 88 88 16
26 Björn Ásgeir Ásgeirsson GHG 9 F 49 41 90 18 90 90 18
27 Aron Breki Aronsson GR 13 F 46 44 90 18 90 90 18
28 Sverrir Haraldsson GKJ 10 F 48 45 93 21 93 93 21
29 Arnór Róbertsson GKJ 22 F 50 45 95 23 95 95 23
30 Finnbogi Steingrímsson GKJ 16 F 51 45 96 24 96 96 24
31 Róbert Atli Svavarsson GO 11 F 53 44 97 25 97 97 25
32 Andri Steinn Ásbjörnsson GR 13 F 48 49 97 25 97 97 25
33 Dagur Þórhallsson GKG 17 F 50 50 100 28 100 100 28
34 Kristján Jökull Marinósson GS 16 F 49 52 101 29 101 101 29
35 Elvar Örn Gíslason GS 24 F 53 49 102 30 102 102 30
36 Flosi Valgeir Jakobsson GKG 12 F 58 48 106 34 106 106 34