
7 kg
Það er ýmislegt sem rekist er á þegar leitað er að góðu og heilnæmu efni fyrir lesendur Golf 1 á netinu. Hér er ein grein sem Golf 1 rakst á þegar verið var að leita að vönduðu efni fyrir lesendur Golf 1. Eftir lesturinn tók golfhjartað kipp og roðnaði maður næstum af reiði yfir dónaskapnum. Greinin fannst á www.heilsa.is og þar var verið að fjalla um nauðsyn þess að Íslendingar leggi af. Hér fer greinin:
Megrun
Komið er nýtt hugtak innan læknisfræðinnar um flokk sjúkdóma, sem eru að verða að faraldri í hinum vestræna heimi. Hér er átt við hina svokölluðu lífstílssjúkdóma. Þessir sjúkdómar stafa af röngu mataræði, reykingum, hreyfingaleysi, streitu og öðru röngu líferni. Algengustu lífstílssjúkdómarnir stafa af aukakílóum.
7 kg
Samkvæmt rannsóknum Hjartaverndar hafa Íslendingar þyngst um 7 kg að meðaltali á síðustu 20 árum. Þó svo við séum aðeins 7 kílóum of þung er það of mikið og getur haft skaðleg áhrif á heilsufar okkar. Aukakílóin geta orsakað ýmsa sjúkdóma s.s. hjartasjúkdóma, heilaæða- sjúkdóma og slagæðasjúkdóma. Einnig mætti nefna astma og nýrnasjúkdóma. Einn algengasti sjúkdómurinn er þó sykursýki. Hér er átt við þá tegund sykursýki sem kallast tegund 2 eða insulin-óháð sykursýki. 7 kg yfir kjörþyngd er kannski fljótt á litið ekki mikið. Sérfræðingar eru þó sammála um að þessi 7 kíló eru þeim sem þau bera of mörg einkum þeim sem eru komnir yfir fertugt. Til að tryggja betra heilsufar er því ekki um annað að ræða en að losna við þau. Á markaðnum eru hundruð aðferða til að grennast. Oftast er hér um einhveers konar töfralausnir að ræða, megrunarkúra sem eiga að gera kraftaverk en eftir kúrinn fer allt í sama farið. Fyrir þá sem eru 6-10 kílóum yfir kjörþyngd er auðveldast og ódýrast að breyta um lífsstíl.
Nýr lífstíll
Þegar breytt er um lífstíl tekur nokkurn tíma þar til árangur fer að sjást en þá verður í flestum tilvikum um varanlegan árangur að ræða. Skyndilausnir gefa yfirleitt aðeins skammtímaárangur og veita því oft mikil vonbrigði. Til að megra sig þarf fyrst og fremst að huga að tveimur þáttum, að draga úr neyslu og auka hreyfingu. Öll hreyfing er góð. Það fyrsta sem þarf að gera er að draga verulega úr neyslu dýrafitu og sykri. Sykur er ekki aðeins í gosi, kökum og sætindum, heldur einnig afar mörgum unnum matvörum. Unnar matvörur, ekki síst unnar kjötvörur eru yfirleitt fituríkar. Þá er gott að borða ekkert milli mála og ekkkert tveimur tímum fyrir svefn. Einnig er mælt með því að drekka glas af vatni eða borða epli fyrir hverja máltíð. Sjálfsagt mál er að draga úr eða hætta alveg drykkju gosdrykkja og sígarettum ætti algjörlega að sleppa. Æskilegt er að stunda líkamsrækt í einhverju formi, skokka, hjóla, synda, dansa, stunda hópíþróttir, tennis, badminton, ganga rösklega eða fara á líkamsræktarstöð. Það munar um alla hreyfingu, meira segja gagnast það að ryksuga eða fara hring á golfvellinum. Að sjálfsögðu gefur meiri hreyfing betri árangur…..
Þarna er komið að því sem Golf 1 fannst dónaskapur … lítið gert úr golfinu að setja það á sama stall og að ryksuga þ.e. hreyfingin sem fengin er!
Á hinn bóginn er gleðiefni að þeir fjölmörgu sem spila golf draga úr hættu á ótímabærum dauðsföllum…. því ef lesið er aðeins áfram má m.a. finna þetta:
„….. Skv. Journal of The American Medical Association er gott að ganga hraustlega hálftíma á dag (golfhringur er 2-4 tímar eftir því hvort leiknar eru 9 eða 18 holur!). Þá minnkar m.a. umtalsvert hættan á blóðtappa, sykursýki, beinþynningu, of háum blóðþrýstingi, ristilkrabba og þunglyndi. Sérfræðingar segja að um 12% allra ótímabærra dauðsfalla verði fyrst og fremst rakin til hreyfingaleysis!
- mars. 26. 2023 | 23:24 PGA: Sam Burns sigraði í WGC-Dell holukeppninni
- mars. 21. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stewart Cink ——– 21. mars 2023
- mars. 21. 2023 | 15:00 Next Golf Tour: Sigurður Arnar sigraði á Adare Manor!!!
- mars. 20. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Arjun Atwal ——– 20. mars 2023
- mars. 20. 2023 | 08:45 Champions: Ernie Els sigraði á Hoag Classic
- mars. 20. 2023 | 08:00 LIV: Danny Lee sigraði í LIV Golf – Tucson
- mars. 19. 2023 | 22:30 PGA: Taylor Moore sigraði á Valspar
- mars. 19. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Kristín Bachmann – 19. mars 2023
- mars. 19. 2023 | 14:00 PGA: Adam Schenk leiðir f. lokahring Valspar m/Fleetwood og Spieth á hælunum
- mars. 18. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (11/2023)
- mars. 18. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bragi Brynjarsson og Marousa Polias – 18. mars 2023
- mars. 18. 2023 | 15:00 LET: Pauline Roussin-Bouchard sigraði í einstaklingskeppni Aramco Team Series – Singapore
- mars. 17. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2023
- mars. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Vincent Tshabalala og Guðný Ævarsdóttir – 16. mars 2023
- mars. 15. 2023 | 18:00 Evróputúrinn: Jorge Campillo sigraði á Magical Kenya Open