
Jason Dufner leiðir þegar PGA Championship er hálfnað
Jason Dufner átti glæsihring á Austurvelli (ens. East Course) í Oak Hill CC í Rochester, NY í dag, en þar fer 4. og síðasta risamót ársins hjá karlkylfingunum fram.
Dufner setti nýtt vallarmet, var á 7 undir pari, 63 höggum, en það fyrra var 64 högg. Hann jafnaði jafnframt risamótametskorið, sem er 63 högg á hring. Aðeins 24 kylfingum (að Dufner meðtöldum) hefir nú tekist að vera á 63 höggum í risamóti í 26 skipti, en Vijay Singh og Greg Norman eru þeir einu, sem hefir tekist það tvisvar. (Töfraskorinu 63 hefir aðeins 2 sinnum verið náð á The Masters (sjaldnast); 4 sinnum á US Open; 8 sinnum á Opna breska og oftast eða 12 sinnum á PGA Championship á tímabilinu 1973-2013 – Þeim sem hefir tekist að skora 63 á the Masters, þar sem virðist erfiðast að vera á 63 högga skori, eru Nick Price (á 3. hring 1986) og Greg Norman (á 1. hring 1996) ).
Steve Stricker var síðasti kylfingur fyrir Dufner, sem afrekaði að vera á 63 höggum í risamóti, en það átti sér stað á 1. hring PGA Championship í Atlanta Athletic Club, árið 2011, en Stricker var einmitt í ráshóp með Dufner í dag.
Dufner átti gott tækifæri á 18. holu að slá metið og vera á 62 höggum, en það var að því gefnu að hann setti niður lokapúttið, sem geigaði því það var of laust.
Samtals er Dufner búinn að leika á 9 undir pari, 131 höggi (68 63) nú þegar PGA Championship er hálfnað og á 2 högg á þá sem deila 2. sæti þá: Adam Scott, Matt Kuchar og Jim Furyk.
Justin Rose og Henrik Stenson deila 5. sætinu á samtals 6 undir pari, hvor; og Robert Garrigus og Steve Stricker deila 7. sætinu á samtals 5 undir pari, hvor.
Tiger deilir 38. sæti er búinn að spila á samtals 1 yfir pari, 141 höggi (71 70) og er heilum 10 höggum á eftir Dufner. Að öllu óbreyttu þarf kraftaverk til að hann sigri 15. risamótstitil sinn í þessu móti!
Aðeins 70 efstu og þeir sem jafnir voru í 70. sæti komust í gegnum niðurskurð. Þeir sem m.a. náðu ekki í gegnum niðurskurð voru Bubba Watson, Charl Schwartzel og Luke Donald.
Til þess að sjá stöðuna þegar PGA Championship er hálfnað SMELLIÐ HÉR:
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023