Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2013 | 18:45

EM: Guðmundur Ágúst komst einn Íslendinganna í gegnum niðurskurð!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, var einn íslensku keppendanna á EM einstaklinga á El Prat í Barcelona, sem komst í gegnum niðurskurð og fær að leika lokahringinn í mótinu á morgun.  Stórglæsilegt hjá Guðmundi Ágúst!!!

Guðmundur Ágúst lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (77 76 72) og má segja að glæsilokahringur hans á sléttu pari, 72 höggum  hafi ráðið úrslitum um að hann komst í gegnum niðurskurð.  Guðmundur Ágúst deilir sem stendur 48. sætinu, en 61 efstu komust í gegnum niðurskurð.

Niðurskurður var miðaður við 10 yfir pari.

Minnstu munaði að Haraldur Franklín Magnús, GR, kæmist t í gegn en hann lék á 12 yfir pari, 228 höggum (75 78 75). Það voru skolli á 17. braut og skrambi á 18. braut sem gerðu vonir hans um að komast í gegnum niðurskurð að engu.  Þvílík óheppni að glutra tækifærinu til að leika lokahringinn niður með þessum hætti!  Haraldur Franklín lauk leik í 67. sæti.

Róðurinn var erfiður hjá Axel Bóassyni, GK, en hann spilaði sig næstum út úr mótinu á 1. hring og ekki voru næstu betri, en hann lék á samtals 24 yfir pari, 240 höggum (81 80 79).  Óvenjulegt þetta hjá Axel! Hins vegar er vert að geta þess að Axel tók þátt í EM einstaklinga í fyrra og varð þá í 30. sæti sem var glæsilegt!!!

Sjá má úrslit 3. dag í EM einstaklinga með því að SMELLA HÉR: