
Tiger vonsvikinn eftir slakt gengi á 2. hring PGA Championship
Tiger Woods var vonsvikinn og allt að því pirraður eftir 2. hring PGA Championship. Hann var að pútta illa og missti flugið og hinir eru komnir með gott forskot á hann. Tiger aðeins í 38. sæti þegar mótið er hálfnað.
Honum var hampað sem sigurstranglegustum sérstaklega eftir glæsiframmistöðu hans á Firestone um síðustu helgi.
Nei, hann varð virkilega að hafa fyrir parinu sínu í gær!
„Augljóslega verð ég að vera á góðu skori um helgina,“ sagði Tiger við blaðamenn eftir vonbrigðahringinn.
„Þessi golfvöllur er býsna mjúkur. Það er hægt að skora. Það verður bara að halda boltanum í leik og vera nær holu svo ég geti verið aggressívur í púttunum.“
Aðspurður hvort hann væri vonsvikinn þá viðurkenndi Tiger að hann hefði verið það í lokinn sérstaklega með drævið á 14. og þrípúttið á flötinni þar og síðan með það að þrípútta á 18. holu.
„Ég missti nokkur (pútt) í dag. Ég sló ekki nærri eins vel og ég gerði í gær. Þ.a.l. kom ég mér ekki í eins mörg færi, en þegar ég kom mér í þau missti ég líka af tækifærunum.“
Aðspurður á þeim mikla mun á spilaformi sem virðist vera á honum á Firestone og nú á PGA Championship sagði Tiger að það væri bara svona. „Augljóslega þarf ég að slá betur og pútta betur.“
Það verður erfitt að ná upp þeim 37 sem eru á undan honum á skortöflunni. „Ég verð bara að vinna vinnuna mína og eiga góðan hring,“ sagði Tiger aðspurður um hvað hann myndi gera í dag (laugardag). „En svo á hinn bóginn er ég svo langt á eftir að ef forystumennirnir eiga líka góða hringi og stinga af , þá verð ég langt á eftir.“
„Ég verð bara að vinna vinnuna mína fara þarna út og vera á mið til lágum 60 og eitthvað, eins og sumir gæjanna voru á í dag (þ.e. í gær).“
„Sumir voru á 7 undir pari eftir 14 holur. Það er framkvæmanlegt.“
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023