Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2013 | 16:00

Eimskipsmótaröðin (5): Signý efst eftir 2. dag

Signý Arnórsdóttir, GK, er efst eftir 2. dag 5. móts Eimskipsmótaraðarinnar í kvennaflokki, lék á 4 yfir pari, 75 höggum.

Á hringnum góða fékk Signý 1 fugl, 12 pör  og 5 skolla.

Í 2. sæti 3 höggum á eftir Signý er Karen Guðnadóttir, klúbbmeistari GS, en hún er samtals búin að spila á 8 yfir pari, 150 höggum (77 73).

Í 3. sæti er síðan Sunna Víðisdóttir, sem lék veik í dag en reyndi að harka af sér, en allt kom fyrir ekki skor Íslandsmeistarans okkar var 10 yfir par, 82 högg.  Samtals er Sunna búin að spila á 12 yfir pari, (73 81).  Það er vonandi að Sunna nái að klára lokahringinn!

Fjórða sætinu deila síðan Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (84 71) og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK (77 78) báðar á samtals 15 yfir pari, hvor.  Valdís Þóra setti glæsilegt vallarmet af bláum teigum í dag, spilaði á parinu 71 höggi!!!

Sjá má heildarstöðuna í kvennaflokki á 5. móti Eimskipsmótaraðarinnar eftir 2. dag hér að neðan: 

1 Signý Arnórsdóttir GK 6 F 38 37 75 4 72 75 147 5
2 Karen Guðnadóttir GS 7 F 36 37 73 2 77 73 150 8
3 Sunna Víðisdóttir GR 2 F 44 37 81 10 73 81 154 12
4 Valdís Þóra Jónsdóttir GL 4 F 34 37 71 0 84 71 155 13
5 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 4 F 42 36 78 7 77 78 155 13
6 Berglind Björnsdóttir GR 5 F 40 36 76 5 80 76 156 14
7 Íris Katla Guðmundsdóttir GR 9 F 38 36 74 3 84 74 158 16
8 Ragna Björk Ólafsdóttir GKG 7 F 40 37 77 6 81 77 158 16
9 Ingunn Gunnarsdóttir GKG 7 F 37 43 80 9 79 80 159 17
10 Hansína Þorkelsdóttir GKG 12 F 40 42 82 11 81 82 163 21
11 Halla Björk Ragnarsdóttir GR 9 F 43 37 80 9 84 80 164 22
12 Ingunn Einarsdóttir GKG 8 F 41 41 82 11 87 82 169 27
13 Hildur Rún Guðjónsdóttir GK 14 F 44 39 83 12 86 83 169 27
14 Högna Kristbjörg Knútsdóttir GK 12 F 44 41 85 14 89 85 174 32
15 Hulda Birna Baldursdóttir GKG 13 F 47 46 93 22 97 93 190 48