Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2013 | 00:53

Furyk efstur eftir 3. dag á PGA Championship

Maðurinn með furðulegu sveifluna, Jim Furyk, leiðir á PGA Championship risamótinu eftir 3. dag. Furyk er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 201 höggi (65 68 68). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er forystumaður gærdagsins Jason Dufner á samtals 8 undir pari, 202 höggum (68 63 71). Í 3. sæti enn öðru höggi á eftir er Svíinn Henrik Stenson og í 4. sæti á samtals 6 undir pari, 204 höggum er landi hans Jonas Blixt. Adam Scott og Steve Stricker deila síðan 5 sætinu á 5 undir pari og 7. sætinu deila fyrrum nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy og Lee Westwood á 3 undir pari, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2013 | 00:30

Íslandsbankamótaröðin (6): Birgir Björn og Henning deila 1. sætinu eftir 2. dag – Sindri á besta skorinu í drengjaflokki – 66 höggum!!!

Það eru þeir Birgir Björn Magnússon, klúbbmeistari GK 2013 og Henning Darri Þórðarson, GK sem deila 1. sætinu eftir 2. dag Íslandsmótsins í höggleik unglinga í drengjaflokki, báðir á 4 undir pari, 140 höggum. Birgir Björn hefir samtals leikið á (71 69) átti glæsihring upp á 3 undir pari, 69 högg í dag! Henning Darri átti líka frábæran hring upp á 4 undir pari, 68 högg í dag og er samtals búinn að leika hringina tvo á (72 68). Besta skorið á 2. degi yfir mótið í heild átti Sindri Þór Jónsson, GR, en hann lék 2. hring á 6 undir pari 66 glæsihöggum á hring þar sem hann var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2013 | 00:10

Íslandsbankamótaröðin (6): Ragnhildur tók forystuna í telpnaflokki á 2. degi

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, tók forystuna í telpnaflokki á 2. degi Íslandsmótsins í höggleik unglinga 2013. Hún er samtals búin að spila á 17 yfir pari, 161 höggi (83 79) og bætti sig um 4 högg milli hringja. Ragnhildur hefir 3 högga forystu á þá sem næst kemur, klúbbfélaga sinn, þá sem á titil að verja Sögu Traustadóttur, GR. Saga er búin að spila samtals á 20 yfir pari, 164 höggum (85 79). Í 3. sæti enn 2 höggum á eftir er Birta Dís Jónsdóttir, GHD. Forystukona 1. dags Karen Ósk Kristjánsdóttir, GR,  er síðan í 4. sæti á 23 yfir pari, 167 höggum (82 85). Sjá má stöðuna í telpnaflokki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2013 | 23:51

Íslandsmótbankamótaröðin (6): Egill Ragnar og Stefán Þór efstir í piltaflokki eftir 2. dag

Það eru þeir Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og Stefán Þór Bogason, GR, sem eru efstir og jafnir eftir 2 daga spil á Íslandsmótinu í höggleik unglinga.  Báðir eru búnir að spila á samtals 6 yfir pari, 150 höggum. Egill Ragnar hefir leikið á (76 74) – bætti sig um 2 högg í dag. Stefán Þór hefir spilað hringina 2 á (75 75). Aðeins 1 höggi á eftir er Ævar Freyr Birgisson, GA (78 73) og á besta skorinu í piltaflokki í dag var Aron Snær Júlíusson, sem spilaði á 72 höggum. Aron Snær er samtals búinn að spila á 8 yfir pari (80 72) var á 8 höggum betra skori Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2013 | 23:50

Íslandsbankamótaröðin (6): Anna Sólveig efst í stúlknaflokki eftir 2. dag

Allt er óbreytt í stúlknaflokki eftir 2. dag Íslandsmótsins í höggleik. Anna Sólveig Snorradóttir, GK, heldur forystu sinni er samtals búin að spila á 10 yfir pari, 154 höggum (78 76). Hún á 7 högg á þá sem er í 2. sæti Gunnhildi Kristjánsdóttur, GKG, sem er einnig heldur sínu en hún var einnig í 2. sæti í gær. Gunnhildur er búin að leika á samtals 17 yfir pari, 161 höggi (81 80) og aðeins 1 höggi á eftir henni í 3. sæti er Sara Margrét Hinriksdóttir, GK. Staðan í stúlknaflokki eftir 2. dag Íslandsmótsins í höggleik er eftirfarandi:  1 Anna Sólveig Snorradóttir GK 4 F 37 39 76 4 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2013 | 23:40

Íslandsbankamótaröðin (6): Ingvar Andri á 5 undir pari í strákaflokki!!!

Ingvar Andri Magnússon, GR, lék Hólmsvöll í Leiru í dag á 5 undir pari, 67 höggum og bætti þar með 23 ára gamalt vallarmet Birgis Leifs Hafþórssonar, GKG, núverandi Íslandsmeistara í höggleik, af bláum teigum, sem var upp á 72 högg.  Glæsilegt hjá Ingvari Andra, sem er klúbbmeistari í sínum aldursflokki í GR!!! Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Ingvar Andra með því að SMELLA HÉR:  Með glæsihring sínum upp á 67 högg fér Ingvar upp í 2. sætið í strákaflokki, er samtals búinn að spila á 3 yfir pari, 147 höggum (80 67).  Hann bætti sig um heil 13 högg frá því í gær og er nú aðeins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2013 | 23:30

Íslandsbankamótaröðin (6): Ólöf María heldur forystu eftir 2. dag

Ólöf María Einarsdóttir, GHD, heldur forystu í stelpuflokki 14 ára og yngri eftir 2. dag 6. stigamóts Íslandsbankamótaraðarinnar, Íslandsmótsins í höggleik unglinga. Ólöf María lék í dag á 85 höggum í dag og bætti sig þar með um 2 högg frá því í gær.  Samtals er Ólöf María búin að spila á 28 yfir pari (87 85). Öðru sætinu deila heimakonan Kinga Korpak, GS og Sunna Björk Karlsdóttir úr GR, báðar á 40 yfir pari og munar 12 höggum á þeim og Ólöfu Maríu, sem telja má nokkurn öruggan Íslandsmeistara í höggleik 14 ára og yngri stelpna, nema eitthvað stórslys komi fyrir á morgun. Standi Ólöf María uppi sem sigurvegari Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2013 | 23:15

Íslandsbankamótaröðin (6): Úrslit eftir 2. dag

Í dag fór fram á Hólmsvelli í Leiru 2. hringurinn á Íslandsmótinu í höggleik unglinga á Íslandsbankamótaröðinni. Hér er staða efstu keppenda í öllum 6 flokkum eftir 36 holur:   

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2013 | 23:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka (5): Úrslit fyrri dag

Fyrri hringur fimmta stigamóts Áskorendamótaraðarinnar var spilaður í dag á Kirkjubólsvelli í Sandgerði.  Þetta er í fyrsta sinn sem leiknir eru 2 hringir á Áskorendamótaröðinni …. skemmtileg tilbreyting það!  Þátttakendur eru alls 59. Leikið var flokkaskipt í öllum flokki karlkyns þátttakenda þ.e. stráka-, drengja- og piltaflokki en aðeins var 1 kvenkyns þátttakandi í öllu mótinu: Melkorka Elín Sigurðardóttir, GHG, sem keppti í telpnaflokki og er miður að ekki fleiri stelpur/telpur og stúlkur séu með í mótinu!!! Í strákaflokki er Daníel Ísak Steinarsson,GK, efstur eftir 1. hring, en hann lék Kirkjubólsvöll á 77 höggum; Í drengjaflokki er Aðalsteinn Leifsson, GA í efsta sæti – var á 76 höggum og í piltaflokki lék Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2013 | 22:50

EM: Guðmundur Ágúst lauk leik í 31. sæti

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR,  lauk leik í dag á Evrópumóti einstaklinga (ens. International European Amateur Championship 2013) sem fram hefir farið á El Prat golfvellinum í Barcelona 7.-10. ágúst 2013. Hann hafnaði í 31. sæti ásamt 7 öðrum af þeim 61 sem komust í gegnum niðurskurð í gær, en Guðmundur Ágúst var sá eini sem náði í gegn af íslensku þátttakendunum. Samtals lék Guðmundur Ágúst á 11 yfir pari, 299 höggum (77 76 72 74). Í 1. sæti varð Englendingurinn Ashley Chesters á samtals 4 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Evrópumóti einstaklinga SMELLIÐ HÉR: