Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2013 | 11:00

LET: Cabanillas leiðir í Tékklandi

Dagana 9.-11. ágúst fer fram Honma Pilsen Golf Masters, í Golf Park Plzn, Dysina, Prag, í Tékklandi og er mótið jafnframt mót vikunnar á LET (Evrópumótaröð kvenna).

Forystukona fyrsta dags er hin spænska Laura Cabanillas. Hún  spilaði völlinn í Plzn á glæsilegum 9 undir pari, 62 höggum á hring þar sem hún fékk örn og 7 fugla og 10 pör, missti sem sagt hvergi högg!

Öðru sætinu eftir 1. dag deildu þær Alison Whitaker frá Suður-Afríku og Jade Shaeffer frá Frakklandi tveimur höggum á eftir eða á 7 undir pari,  64 höggum.

Nokkra athygli vekur að meðal keppenda er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Ai Miyazato, en hún lék á 6 undir pari, 65 höggum.

Annar hringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með skorinu á Honma Pilsen Golf Masters með því að SMELLA HÉR: