Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2013 | 00:53

Furyk efstur eftir 3. dag á PGA Championship

Maðurinn með furðulegu sveifluna, Jim Furyk, leiðir á PGA Championship risamótinu eftir 3. dag.

Furyk er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 201 höggi (65 68 68).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er forystumaður gærdagsins Jason Dufner á samtals 8 undir pari, 202 höggum (68 63 71).

Í 3. sæti enn öðru höggi á eftir er Svíinn Henrik Stenson og í 4. sæti á samtals 6 undir pari, 204 höggum er landi hans Jonas Blixt.

Adam Scott og Steve Stricker deila síðan 5 sætinu á 5 undir pari og 7. sætinu deila fyrrum nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy og Lee Westwood á 3 undir pari, hvor.

Ljóst er að Tiger tekur ekki þátt í toppslagnum eftir hring upp á 73 högg í dag og deilir hann 48. sæti ásamt 3 öðrum, þ.á.m. Martin Kaymer.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á PGA Championship SMELLIÐ HÉR: