Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU. Mynd: ETSU
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2013 | 22:50

EM: Guðmundur Ágúst lauk leik í 31. sæti

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR,  lauk leik í dag á Evrópumóti einstaklinga (ens. International European Amateur Championship 2013) sem fram hefir farið á El Prat golfvellinum í Barcelona 7.-10. ágúst 2013.

Hann hafnaði í 31. sæti ásamt 7 öðrum af þeim 61 sem komust í gegnum niðurskurð í gær, en Guðmundur Ágúst var sá eini sem náði í gegn af íslensku þátttakendunum.

Samtals lék Guðmundur Ágúst á 11 yfir pari, 299 höggum (77 76 72 74).

Í 1. sæti varð Englendingurinn Ashley Chesters á samtals 4 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Evrópumóti einstaklinga SMELLIÐ HÉR: