Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2013 | 23:30

Íslandsbankamótaröðin (6): Ólöf María heldur forystu eftir 2. dag

Ólöf María Einarsdóttir, GHD, heldur forystu í stelpuflokki 14 ára og yngri eftir 2. dag 6. stigamóts Íslandsbankamótaraðarinnar, Íslandsmótsins í höggleik unglinga.

Ólöf María lék í dag á 85 höggum í dag og bætti sig þar með um 2 högg frá því í gær.  Samtals er Ólöf María búin að spila á 28 yfir pari (87 85).

Öðru sætinu deila heimakonan Kinga Korpak, GS og Sunna Björk Karlsdóttir úr GR, báðar á 40 yfir pari og munar 12 höggum á þeim og Ólöfu Maríu, sem telja má nokkurn öruggan Íslandsmeistara í höggleik 14 ára og yngri stelpna, nema eitthvað stórslys komi fyrir á morgun.

Standi Ólöf María uppi sem sigurvegari á morgun er hún búin að vinna tvöfalt þ.e. er bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í sínum aldursflokki.  Hún er þar að auki klúbbmeistari GHD aðeins 14 ára. Stórglæsilegur árangur hjá þessum efnilega kylfingi frá Dalvík!!!

Hér að neðan má sjá stöðuna í stelpuflokki eftir 2. dag Íslandsmótsins í höggleik unglinga: 

1 Ólöf María Einarsdóttir GHD 7 F 44 41 85 13 87 85 172 28
2 Sunna Björk Karlsdóttir GR 15 F 48 41 89 17 95 89 184 40
3 Kinga Korpak GS 17 F 49 43 92 20 92 92 184 40
4 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 15 F 47 45 92 20 94 92 186 42
5 Hekla Sóley Arnarsdóttir GK 17 F 49 41 90 18 100 90 190 46
6 Sóley Edda Karlsdóttir GR 16 F 48 42 90 18 103 90 193 49
7 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 20 F 52 47 99 27 110 99 209 65
8 Herdís Lilja Þórðardóttir GKG 23 F 53 47 100 28 112 100 212 68
9 Eva María Gestsdóttir GKG 28 F 57 54 111 39 108 111 219 75