Áskorendamótaröð Íslandsbanka (5): Úrslit
Nú er lokið 5. mótinu á Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Þátttakendur voru 65 þar af aðeins 1 telpa. Mótið var tveggja daga og fór fram dagana 10.-11. ágúst á Kirkjubólsvelli í Sandgerði og lauk í dag. Úrslit urðu eftirfarandi: Telpnaflokkur 1 Melkorka Elín Sigurðardóttir GHG 25 F 53 42 95 23 104 95 199 55 Piltaflokkur 1 Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson GK 10 F 48 50 98 26 87 98 185 41 2 Jón Hákon Richter GO 20 F 52 49 101 29 109 101 210 66 Drengjaflokkur 1 Stefán Einar Sigmundsson GA 6 F 40 39 79 7 79 79 158 14 2 Jóhannes Snorri Ásgeirsson GS 6 F 45 37 82 Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (6): Ólöf María tvöfaldur Íslandsmeistari 2013
Ólöf María Einarsdóttir, GHD, tryggði sér nú rétt í þessu Íslandsmeistaratitilinn í höggleik 14 ára og yngri stelpna. Fyrir er Ólöf María Íslandsmeistari í holukeppni í stelpuflokki og hefir hún því unnið báða titlana á árinu. Samtals lék Ólöf María á 35 yfir pari, 251 höggi (87 85 79) – hún bætti sig með hverjum hring og braut m.a. 80 í dag – Glæsilegt hjá Íslandsmeistaranum! Í 2. sæti varð heimakonan unga Kinga Korpak, en hún er aðeins 9 ára! Kinga lék á 55 yfir pari, 271 höggi (92 92 87) – Flott hjá Kingu!!! Í 3. sæti varð síðan Sunna Björk Karlsdóttir, GR, en hún lék á samtals 60 Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (5): Ólafur Björn sigraði á Símamótinu í karlaflokki
Ólafur Björn Loftsson, NK, sigraði á Símamótinu, 5. stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar í dag. Ólafur Björn átti glæsihring í dag, á lokadegi mótsins lék á sléttu pari, 71 höggi og lauk mótinu á samtals sléttu pari, 213 höggum (70 72 71). Ekki gekk eins vel hjá Birgi Leif Hafþórssyni, GKG, í dag og í gær; hann lék á 3 yfir pari, 74 höggum og lauk leik á samtals 1 yfir pari, 214 höggum (76 64 74). Í 3. sæti varð síðan Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG á samtals 3 yfir pari og í 4. sæti varð Bjarki Pétursson, GB, á samtals 5 yfir pari. Sjá má heildarúrslit í karlaflokki á Símamótinu hér að Lesa meira
GF: Róbert og Erik Marcus sigruðu á Icelandair Hótel Flúðir mótinu
Golfmótinu Hótel Flúðir sem var Texas scramble mót lauk rétt í þessu. Keppendur voru tæplega 100 talsins og veður var mjög gott, logn og skýjað. Leikinn var Texas Scramble – höggleikur m/forgjöf, þ.e. samanlögð leikforgjöf deilt með 4. Úrslit voru sem hér segir: 1. sæti – Róbert Pettersson GKG og Erik Marcus Pettersson GKG – 61 högg 2. sæti – Elís Rúnar Elísson GKJ og Elís Rúnar Víglundsson GKJ – 62 högg 3. sæti – Halldór Svanbergsson GKG og Óli Már Guðmundsson GKG – 63 högg Guðbjörg Elín GO og Bragi Þorsteinn GO voru einnig á 63 höggum, en þeir Halldór og Óli Már voru með betra skor á Lesa meira
Eimskipsmótaröðin (5): Signý sigraði á Símamótinu í kvennaflokki
Signý Arnórsdóttir, GK, stóð uppi sem sigurvegari á 5. stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar. Hún lék á samtals 13 yfir pari, 227 höggum (72 75 79). Í 2. sæti 2 höggum á eftir varð Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, á samtals 15 yfir pari, 229 höggum (77 78 73). Í 3. sæti á samtals 16 yfir pari varð Karen Guðnadóttir, GS og í 4. sæti varð Sunna Víðisdóttir, GR á samtals 18 yfir pari. Heildarúrslit í kvennaflokki á Símamótinu má sjá hér að neðan: 1 Signý Arnórsdóttir GK 6 F 38 41 79 8 72 75 79 226 13 2 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 4 F 36 37 73 2 77 78 73 228 Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin (6): Anna Sólveig og Ísak Íslandsmeistarar í höggleik 17-18 ára
Keiliskrakkar náðu Íslandsmeistaratitlum bæði í pilta- og stúlknaflokki á Íslandsmótinu í höggleik unglinga, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru, dagana 9.-11. ágúst 2013 og lauk í dag. Ísak Jasonarson úr Golfklúbbnum Keili er Íslandsmeistari í flokki pilta 17-18 ára á Íslandsbankamótaröðinni. Ísak lék frábært golf á lokahringnum í dag þegar hann lék Hólmsvöll í Leiru á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Íslandsmeistarinn lék hringina þrjá á 224 höggum eða átta yfir pari. Í öðru sæti varð Egill Ragnar Gunnarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á 225 höggum eða níu yfir pari og þriðji varð Stefán Bogi Bogason úr Golfklúbbi Reykjavíkur á 226 höggum, tíu yfir pari. Anna Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. ágúst 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Elí Björgvinsson. Ágúst Elí er fæddur 11. apríl 1995 og því 18 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og mikill FH-ingur s.s. hann á ættir til og er jafnvel talað um hann sem framtíðar landsliðs-markvörð okkar í handbolta. Auk krefjandi æfinga í handboltanum hefir Ágúst Elí staðið sig vel í ýmsum opnum mótum í golfinu; var m.a. í vinningssæti á Gamlársdagspúttmóti Hraunkots 31. desember 2008 (3. sæti); 1. sæti á Unglingamótaröð GSÍ , 21. júní 2009; í vinningssæti á Opna Teigsmótinu í Þorlákshafnarvelli 8. maí 2010 (3. sæti + nándarverðlaun á 3. braut); 2. sæti í drengjaflokk (15-16 ára) á Arionbankamótaröð unglinga í Lesa meira
PGA Championship í beinni
Nú er komið að því. Úrslitin ráðast í kvöld á 4. og síðasta risamóti ársins 2013 hjá karlkylfingunum. PGA Championship fer að þessu sinni fram á Austurvelli (East Course) í Oak Hill golfklúbbnum í Rochester, New York. Fyrir lokahringinn, sem þegar er hafinn leiðir Jim Furyk hefir 1 höggs forystu á Jason Dufner og ljóst að þeim tveir a.m.k. munu bítast um sigur í mótinu! Á hæla þeirra eru síðan Svíarnir Henrik Stenson og Jonas Blixt, sem langar voða mikið til að verða fyrstu Norðurlandabúarnir til að vinna risamót! Litlu á eftir eru síðan Adam Scott og Steve Sticker. Hver stendur uppi sem PGA Champion risamótsmeistari í kvöld? Golfveisla framundan Lesa meira
GK: Helgi Runólfsson var á besta skorinu í Epli.is Opið 2013
Í gær 10. ágúst 2013 fór fram á Hvaleyrinni Epli.is Opið mótið. Þátttakendur voru 179 þar af 9 kvenkylfingar. Verðlaunin voru glæsileg og sama er að segja um skorin í mótinu! Helgi Runólfsson, GK, spilaði heimavöllinn á 3 undir pari, 68 glæsihöggum og var á besta skori mótsins. Hann hlaut að launum IPad4 – 16 GB WiFi. Sömu verðlaun hlaut Jón Þórðarson, GK, sem var í efsta sætinu í punktakeppninni með 39 punkta (18 punkta á seinni 9). Í 2. sæti í punktakeppninni varð Guðmundur Haraldsson, GK líka með 39 punkta (18 punkta á seinni ) og hlaut hann í verðlaun IPad Mini – 16 GB WiFi; í 3. sæti Lesa meira
GO: Camilla sigraði í Liverpool Open
Í gær, 10. ágúst, fór fram Liverpool Open 2013 á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Nokkuð skemmtileg skylda var að vera vel merktur Liverpool Football Club í mótinu, en mótsstjórn var heimilt að vísa mönnum frá væru menn ómerktir eða „illa“ merktir. Leikformið var punktakeppni með forgjöf og leyfileg forgjöf hæst 28 hjá konum og 24 hjá körlum. Þátttakendur voru 105, þar af 10 konur. Þó konur væru aðeins tæp 10% þátttakenda röðuðu 3 sér í efstu 3 sætin!!! Camilla Margareta Tvingmark úr GKJ varð efst með 38 punkta (var með fleiri á seinni 9, 18 punkta, en Helga Lára Bjarnadóttir, GR, sem varð í 2. sæti líka með 38 punkta en Lesa meira







