Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2013 | 23:51

Íslandsmótbankamótaröðin (6): Egill Ragnar og Stefán Þór efstir í piltaflokki eftir 2. dag

Það eru þeir Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og Stefán Þór Bogason, GR, sem eru efstir og jafnir eftir 2 daga spil á Íslandsmótinu í höggleik unglinga.  Báðir eru búnir að spila á samtals 6 yfir pari, 150 höggum.

Egill Ragnar Gunnarsson, GKGi. Mynd: Golf 1

Egill Ragnar Gunnarsson, GKGi. Mynd: Golf 1

Egill Ragnar hefir leikið á (76 74) – bætti sig um 2 högg í dag.

Stefán Þór Bogason, GR. Mynd: helga66@smugmug.com

Stefán Þór Bogason, GR. Mynd: helga66@smugmug.com

Stefán Þór hefir spilað hringina 2 á (75 75).

Aðeins 1 höggi á eftir er Ævar Freyr Birgisson, GA (78 73) og á besta skorinu í piltaflokki í dag var Aron Snær Júlíusson, sem spilaði á 72 höggum. Aron Snær er samtals búinn að spila á 8 yfir pari (80 72) var á 8 höggum betra skori í dag en gær.

Í 5. sæti er síðan forystumaður 1. dags Ísak Jasonarson, GK, enn einu höggi á eftir á samtals 9 yfir pari.  Það stefnir í jafna og skemmtilega keppni á morgun á Íslandsmótinu í höggleik unglinga í piltaflokki!!!

Sjá má stöðuna í piltaflokki eftir 2. dag Íslandsmótsins í höggleik unglinga hér að neðan: 

1 Egill Ragnar Gunnarsson GKG 2 F 39 35 74 2 76 74 150 6
2 Stefán Þór Bogason GR 5 F 37 38 75 3 75 75 150 6
3 Ævarr Freyr Birgisson GA 5 F 36 37 73 1 78 73 151 7
4 Aron Snær Júlíusson GKG 1 F 37 35 72 0 80 72 152 8
5 Ísak Jasonarson GK 5 F 44 36 80 8 73 80 153 9
6 Gústaf Orri Bjarkason GK 11 F 41 37 78 6 76 78 154 10
7 Ernir Sigmundsson GR 6 F 38 39 77 5 78 77 155 11
8 Benedikt Árni Harðarson GK 5 F 37 40 77 5 79 77 156 12
9 Ottó Axel Bjartmarz GO 8 F 39 35 74 2 83 74 157 13
10 Bogi Ísak Bogason GR 6 F 39 36 75 3 82 75 157 13
11 Sindri Snær Alfreðsson GL 7 F 41 37 78 6 79 78 157 13
12 Kristinn Reyr Sigurðsson GR 5 F 42 37 79 7 78 79 157 13
13 Ástgeir Ólafsson GR 5 F 39 40 79 7 79 79 158 14
14 Eyþór Hrafnar Ketilsson GA 8 F 40 38 78 6 81 78 159 15
15 Árni Freyr Hallgrímsson GR 5 F 43 39 82 10 77 82 159 15
16 Sigurður Erik Hafliðason GR 11 F 40 38 78 6 84 78 162 18
17 Guðni Valur Guðnason GKJ 6 F 43 38 81 9 82 81 163 19
18 Eiður Ísak Broddason NK 7 F 44 44 88 16 75 88 163 19
19 Daníel Andri Karlsson GKJ 15 F 40 40 80 8 85 80 165 21
20 Albert Garðar Þráinsson GO 15 F 40 41 81 9 84 81 165 21
21 Skúli Ágúst Arnarson GO 9 F 45 36 81 9 85 81 166 22
22 Orri Bergmann Valtýsson GK 6 F 43 40 83 11 84 83 167 23
23 Björn Andri Bergsson GR 11 F 45 41 86 14 82 86 168 24
24 Björn Leví Valgeirsson GKG 12 F 42 38 80 8 89 80 169 25
25 Arnar Geir Hjartarson GSS 7 F 46 38 84 12 87 84 171 27
26 Birgir Rúnar Steinarsson Busk GHG 8 F 42 41 83 11 89 83 172 28
27 Óskar Jóel Jónsson GA 10 F 44 44 88 16 85 88 173 29