GÍ: Guðbjörn Salmar og Gunnsteinn unnu í styrktarmóti Pim og Inga
Styrktarmót Pim og Inga var haldið á Tungudalsvelli laugardaginn 24. ágúst. Mótið var haldið til styrktar kaupum á línuhraðal fyrir Landsspítala Ísland. Þess má geta að styrktarmótið gaf af sér kr. 324.500. Mótsgestir fengu veitingar milli umferða og eftir mótið og þakka mótsgestir kærlega fyrir sig. Keppt var í puntakeppni í einum flokki og veitt verðlaun fyrir besta skor í karla og kvennaflokki. Úrslit Punktakeppni: Guðbjörn Salmar Jóhannsson 39 punktar Magnús Gautur Gíslason 38 punktar Valtýr Gíslason 36 punktar Besta skor í karlaflokki: Gunnsteinn Jónsson á pari vallarins 70 höggum Besta skor í kvennaflokki: Anna Guðrún Sigurðardóttir á 98 höggum Nándarverðlaun á 6. braut: Gunnsteinn Jónsson Nándarverðlaun á 7 braut: Guðni Ólafur Lesa meira
Rory hringdi bjöllunni við opnun verðbréfamarkaðarins í NY
Nr. 3 á heimslistanum, Rory McIlroy, varð þess heiðurs aðnjótandi í morgun „að opna“ verðbréfamarkaðinn í New York (þ.e. NYSE = New York Stock Exchange). Það er gert á hverjum morgni með því að hringja NYSE bjöllunni. Rory hringdi sem sagt NYSE bjöllunni í morgun!
Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Daney Guðmundsdóttir – 26. ágúst 2013
Það er Stefanía Daney Guðmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagisns. Stefanía Daney er fædd 26. ágúst 1997 og er því 16 ára í dag. Hún er í Golfklúbbi Akureyrar. Hér að neðan má komast á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Stefaníu Daney til hamingju með afmælið Stefanía Daney Guðmundsdóttir · 16 ára Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Hudson, 26. ágúst 1945 (68 ára); Howard K. Clark, 26. ágúst 1954 (59 ára); James Edgar Rutledge 26. ágúst 1959 (54 ára); Ben Martin, 26. ágúst 1987 …… og ……. Eiríkur Þór Hauksson · 38 ára Kristján Vigfússon · 48 ára Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira
Sveitakeppni GSÍ 2013: Sveit GR sigraði í 1. flokki eldri kvenna!
Það var sveit GR sem hafði betur gegn sveit GK í úrslitaleik í sveitakeppni GSÍ, í 1. flokki eldri kvenna á Jaðrinum. Það eru því GR-konur sem eru Íslandsmeistarar í 1. flokki eldri kvenna í sveitakeppni GSÍ 2013!!! Sveit Íslandsmeistara GR í 1.flokki kvenna skipa: Steinunn Sæmundsdóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Guðrún Garðars, Jóhanna Bárðardóttir, Magrét Geirsdóttir, Stefanía Margrét Jónsdóttir. Liðsstjóri: Halldór B. Kristjánsson Helstu úrslit urðu eftirfarandi: 1. sæti sveit GR (Íslandsmeistarar 2013!!!) 2. sæti sveit GK 3. sæti sveit GKJ 4. sæti sveit NK 5. sæti sveit GKG 6. sæti sveit GS 7. sæti sveit GKB 8. sæti sveit GA
GKF: Viktor Páll og Jóhanna klúbbmeistarar Golfklúbbs Fjarðabyggðar 2013
Enn er verið að halda meistaramót og nú er golfmót GKF (Golfklúbbs Fjarðabyggðar) á Reyðarfirði að baki. Klúbbmeistarar GKF 2013 eru þau Viktor Páll Magnússon og Jóhanna Hallgrímsdóttir. Golf 1 étur oní sig það sem skrifað var í eftirfarandi grein „Klúbbar sem ekki héldu meistaramót“ SMELLIÐ HÉR: en þar kom fram að einvörðungu Golfklúbbur Hafnar í Hornafirði héldi upp heiðri Austurlands hvað meistaramót árið 2013 varðaði. Greinin var snarlega leiðrétt!!! Nú eru 2 klúbbar á Austurlandi af 7 sem haldið hafa meistaramót. Nú hefir GKF haldið sitt meistaramót og er það mikið fagnaðarefni!!! Meistaramótið fór fram 24. ágúst s.l. og voru þátttakendur 16. Svo mikill var ákafinn að halda mót að Lesa meira
Sveitakeppni GSÍ 2013: Sveit GO sigraði í 2. flokki eldri kvenna!
Það voru GO-konur sem sigruðu í 2. deild kvenna og leika ásamt sveit GÖ í 1. deild að ári, 2014. Það eru að sama skapi sveitir GA og GKB sem leika í 2. deild á næsta ári en þær sveitir urðu í 7. og 8. sæti í sveitakeppninni á Jaðrinum. Úrslit í Sveitakeppni GSÍ í flokki eldri kvenna í 2. deild varð eftirfarandi: 1. sæti – Sveit GO = 746 högg 2. sæti – Sveit GÖ = 762 högg 3. sæti – Sveit GB = 809 högg
Ko ekkert á að gerast atvinnumaður
Lydia Ko, 16 ára, vann s.s. allir vita CN Canadian Women´s Open 2. árið í röð, í gær (25. ágúst 2013) Sigurinn er sögulegur þar sem hún er eini áhugamaðurinn sem unnið hefir 2 titla á LPGA. Eftir sigurinn í gær sagði hún að það fengi hana til að hugsa meira um það að gerast atvinnumaður, en sigurbikarinn og tæpar $ 40 milljónir íslenskar krónur, sem hún verður af í verðlaunafé hafa engin áhrif á ákvörðun hennar. Ko vann með 5 högga mun á Karine Icher í Royal Mayfair Golf Club í Edmonton, en það er engu að síður Icher sem hlýtur sigurtékkann. Ko hefir átt 4 aðra topp-10 árangra Lesa meira
Golfútbúnaður: PING S55 járnin
Nú á tímum Twitter og farsíma er alveg ómögulegt að halda nokkru leyndu. Nýjasti golfútbúnaðurinn sem er umræðuefni nokkurra af toppstjörnum golfheimsins eru nýju PING S55 járnin. Toppkylfingar sem eru á mála hjá PING voru nefnilega að prófa nýju kylfurnar á mótum s.l. viku s.s. The Barclays og Johnnie Walker Championship í fyrsta skipti. PING S55 járnin leysa af hólmi 2010 PING S56 járnin, meðan að þau virðast líka líta út og hafa nokkra eiginleika 2012 PING Anser járnanna. Ekkert hefir verið gefið upp hvert verðið á nýju S55 járnunum kemur til með að vera, en þau munu fást á nokkrum völdum stöðum í nóvember n.k. og verða síðan sett á Lesa meira
LPGA: 16 ára telpa Lydia Ko vann Opna kanadíska 2. árið í röð!
Hin 16 ára Lydia Ko, frá Nýja-Sjálandi vann í dag 2. árið í röð á CN Canadian Women´s Open mótinu. Hún varði titil sinn frá því í fyrra!!! …. og þetta er 2. LPGA titillinn hennar …. og hún ekki orðin 17 ára!!!! Ótrúlegt!!!! Frábær þessi litli snillingur!!!! Sigur Ko er örugglega sögulegur því hversu margar 16 ára hafa unnið 2 sinnum á LPGA? A.m.k. er sigurinn sögulegur því hún er eini áhugamaðurinn í sögu LPGA til þess að hafa unnið LPGA mót tvívegis! Ko lék á samtals 15 undir pari, 265 höggum og átti heil 5 högg á þá sem næst kom en það var liðsmaður Solheim Cup liðs Lesa meira
PGA: Scott sigraði á The Barclays
Það var Ástralinn Adam Scott sem sigraði á The Barclays. Hann lék Liberty National golfvöllinn í New Jersey á samtals 11 undir pari, 273 höggum (69 66 72 66). Það var einkum glæsilokahringur Scott upp á 66 högg, sem tryggði honum sigurinn. Jafnir í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Scott voru: Tiger Woods, Justin Rose, Graeme DeLaet og forystumaður gærdagsins Gary Woodland, allir á samtals 10 undir pari. Til þess að sjá úrslitin á The Barclays SMELLIÐ HÉR:








