Viktor Páll Magnússon klúbbmeistari GKF 2013 og 2016. Mynd: GKF
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2013 | 11:00

GKF: Viktor Páll og Jóhanna klúbbmeistarar Golfklúbbs Fjarðabyggðar 2013

Enn er verið að halda meistaramót og nú er golfmót GKF (Golfklúbbs Fjarðabyggðar) á Reyðarfirði  að baki.

Klúbbmeistarar GKF 2013 eru þau Viktor Páll Magnússon og Jóhanna Hallgrímsdóttir.

Golf 1 étur oní sig það sem skrifað var í eftirfarandi grein „Klúbbar sem ekki héldu meistaramót“ SMELLIÐ HÉR: en þar kom fram að einvörðungu Golfklúbbur Hafnar í Hornafirði héldi upp heiðri Austurlands hvað meistaramót árið 2013 varðaði.  Greinin var snarlega leiðrétt!!!  Nú eru 2 klúbbar á Austurlandi af 7 sem haldið hafa meistaramót.

Nú hefir GKF haldið sitt meistaramót og er það mikið fagnaðarefni!!!  Meistaramótið fór fram 24. ágúst s.l. og voru þátttakendur 16.  Svo mikill var ákafinn að halda mót að meistaramótið fór fram jafnvel áður en Opnunarmót Kolls (sem er glæsilegur golfvöllur Golfklúbbs Fjarðabyggðar) fer fram, en það verður haldið 7. september n.k.

Úrslit í fyrsta meistaramóti GKF voru eftirfarandi:

1 Viktor Páll Magnússon GKF 14 F 44 46 90 20 90 90 20
2 Ágúst Halldór Viðarsson GKF 21 F 44 50 94 24 94 94 24
3 Sigfús H Ferdinandsson GKF 20 F 47 48 95 25 95 95 25
4 Björgvin Þór Pálsson GKF 16 F 46 49 95 25 95 95 25
5 Jóhanna Hallgrímsdóttir GKF 14 F 49 48 97 27 97 97 27
6 Björn S Stefánsson GKF 24 F 51 48 99 29 99 99 29
7 Pálmi Þór Jónasson GKF 21 F 50 51 101 31 101 101 31
8 Helgi Magnússon GKF 19 F 52 50 102 32 102 102 32
9 Bjarni Ólafur Birkisson GKF 18 F 51 53 104 34 104 104 34
10 Guðmundur Páll Pálsson GKF 22 F 55 50 105 35 105 105 35
11 Sigurjón Kristinn Baldursson GKF 20 F 55 53 108 38 108 108 38
12 Magnús Gunnar Eggertsson GKF 25 F 54 56 110 40 110 110 40
13 Kristbjörg S Reynisdóttir GKF 28 F 61 61 122 52 122 122 52
14 Anna Jenny Vilhelmsdóttir GKF 26 F 69 66 135 65 135 135 65
15 Jórunn K. Sigurbjörnsdóttir GKF 27 F 70 66 136 66 136 136 66
16 Sigurbjörg Þorsteinsdóttir GKF 27 F 66 71 137 67 137 137 67